Umfjöllun: Jafntefli kom Val á toppinn Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. júní 2010 22:52 Bjarni var góður í kvöld. Fréttablaðið/Vilhelm Stjarnan og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum leik á Stjörnuvelli í kvöld. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn enda var jafnræði með liðunum og sköpuðu þau sér fjölda færa í fjörugum leik. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og fengu góð nokkur góð færi í upphafi leiks. Besta færið fékk Daninn Danni König á 16. mínútu þegar hann fékk boltann, einn og óvaldaður í vítateig Stjörnunnar. Bjarni Þórður Halldórsson, góður markvörður Stjörnunnar, sá hins vegar við honum með góðri markvörslu. Tíu mínútum seinna voru heimamenn komnir yfir og var það að verki Ellert Hreinsson eftir laglegan undirbúning frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni. Ellert fékk boltann inn í vítateig Valsmanna, lék á Reyni Leósson, og kom boltanum framhjá Kjartani Sturlusyni í marki Vals. Markið skildi liðin af í hálfleik. Valsmenn mættu ferskir inn í síðari hálfleik og á 52. mínútu voru þeir búnir að jafna leikinn. Þar var á ferðinni varamaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson sem kom inná í hálfleik. Hann skallaði boltann í fjærhornið eftir ágæta sókn. Arnar Sveinn Geirsson gaf sendingu inn í teig sem Ian Jeffs skallaði áfram, beint á kollinn á Rúnari sem þar með jafnaði leikinn. Eftir jöfnunarmarkið datt leikurinn niður og fátt markvert gerðist þar til undir lok leiksins. Í einni sókn hefði sigurinn getað dottið báðum megin. Fyrst vildu Stjörnumenn fá vítaspyrnu þegar Steinþór Freyr var felldur innan vítateigs en ekkert dæmt. Upp úr þessu fengu Valsmenn hættulega skyndisókn sem endaði með því að Köning slapp einn í gegnum vörn Stjörnunnar. Bjarni Þórður varði hins vegar glæsilega í markinu og bjargaði stigi fyrir sína menn. Jafntefli varð niðurstaðan í ágætum leik. Með sigrinum komust Valsmenn á topp Pepsi-deildarinnar með 15 stig og verða á toppnum a.m.k. þar til umferðin klárast á morgun. Stjarnan siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild og eru með tíu stig.Stjarnan - Valur 1-0 Ellert Hreinsson (25.) 1-1 Rúnar Már Sigurjónsson (52.)Áhorfendur: 724Dómari: Valgeir Valgeirsson 6Tölfræði:Skot (á mark): 9-9 (4-6)Varin skot: Bjarni 4 - Kjartan 3Horn: 3-4Aukaspyrnur fengnar: 18-13Rangstöður: 2-2Stjarnan: 4-5-1 Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 5 (78. Bjarki Páll Eysteinsson -) Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 6 Hilmar Þór Hilmarsson 5 Dennis Danry 5 Ellert Hreinsson 6 Jóhann Laxdal 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 (89. Atli Jóhannsson - ) Halldór Orri Björnsson 5 Þorvaldur Árnason 6 (83. Ólafur Karl Finsen -)Valur 4-5-1 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 6 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Melgaard Pedersen 6 (79. Stefán Jóhann Eggertsson -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Haukur Páll Sigurðsson 5 (45. Rúnar Már Sigurjónsson 7) Ian Jeffs 7 - Maður leiksins Guðmundur Steinn Hafsteinsson 6 (68. Þórir Guðjónsson 5) Arnar Sveinn Geirsson 6 Dannig König 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Stjarnan og Valur skildu jöfn, 1-1, í skemmtilegum leik á Stjörnuvelli í kvöld. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn enda var jafnræði með liðunum og sköpuðu þau sér fjölda færa í fjörugum leik. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og fengu góð nokkur góð færi í upphafi leiks. Besta færið fékk Daninn Danni König á 16. mínútu þegar hann fékk boltann, einn og óvaldaður í vítateig Stjörnunnar. Bjarni Þórður Halldórsson, góður markvörður Stjörnunnar, sá hins vegar við honum með góðri markvörslu. Tíu mínútum seinna voru heimamenn komnir yfir og var það að verki Ellert Hreinsson eftir laglegan undirbúning frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni. Ellert fékk boltann inn í vítateig Valsmanna, lék á Reyni Leósson, og kom boltanum framhjá Kjartani Sturlusyni í marki Vals. Markið skildi liðin af í hálfleik. Valsmenn mættu ferskir inn í síðari hálfleik og á 52. mínútu voru þeir búnir að jafna leikinn. Þar var á ferðinni varamaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson sem kom inná í hálfleik. Hann skallaði boltann í fjærhornið eftir ágæta sókn. Arnar Sveinn Geirsson gaf sendingu inn í teig sem Ian Jeffs skallaði áfram, beint á kollinn á Rúnari sem þar með jafnaði leikinn. Eftir jöfnunarmarkið datt leikurinn niður og fátt markvert gerðist þar til undir lok leiksins. Í einni sókn hefði sigurinn getað dottið báðum megin. Fyrst vildu Stjörnumenn fá vítaspyrnu þegar Steinþór Freyr var felldur innan vítateigs en ekkert dæmt. Upp úr þessu fengu Valsmenn hættulega skyndisókn sem endaði með því að Köning slapp einn í gegnum vörn Stjörnunnar. Bjarni Þórður varði hins vegar glæsilega í markinu og bjargaði stigi fyrir sína menn. Jafntefli varð niðurstaðan í ágætum leik. Með sigrinum komust Valsmenn á topp Pepsi-deildarinnar með 15 stig og verða á toppnum a.m.k. þar til umferðin klárast á morgun. Stjarnan siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild og eru með tíu stig.Stjarnan - Valur 1-0 Ellert Hreinsson (25.) 1-1 Rúnar Már Sigurjónsson (52.)Áhorfendur: 724Dómari: Valgeir Valgeirsson 6Tölfræði:Skot (á mark): 9-9 (4-6)Varin skot: Bjarni 4 - Kjartan 3Horn: 3-4Aukaspyrnur fengnar: 18-13Rangstöður: 2-2Stjarnan: 4-5-1 Bjarni Þórður Halldórsson 6 Baldvin Sturluson 5 (78. Bjarki Páll Eysteinsson -) Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 6 Hilmar Þór Hilmarsson 5 Dennis Danry 5 Ellert Hreinsson 6 Jóhann Laxdal 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 (89. Atli Jóhannsson - ) Halldór Orri Björnsson 5 Þorvaldur Árnason 6 (83. Ólafur Karl Finsen -)Valur 4-5-1 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 6 Reynir Leósson 6 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Melgaard Pedersen 6 (79. Stefán Jóhann Eggertsson -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Haukur Páll Sigurðsson 5 (45. Rúnar Már Sigurjónsson 7) Ian Jeffs 7 - Maður leiksins Guðmundur Steinn Hafsteinsson 6 (68. Þórir Guðjónsson 5) Arnar Sveinn Geirsson 6 Dannig König 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira