Enski boltinn

Lögbannskrafan felld úr gildi: Henry að eignast Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hlutirnir gerast hratt í kringum Liverpool þessa dagana. Í gærkvöldi fengu eigendur félagsins, George Gillett og Tom Hicks, lögbann á sölu félagsins fyrir dómstóli í Texas.

Dómstólar í Bretlandi afturkölluðu lögbannið síðdegis og nú virðist ekkert geta staðið í vegi fyrir því að John Henry, eigandi Boston Red Sox, geti gengið frá kaupum á félaginu.

Dómarinn sem dæmdi í málinu í dag skammaði þess utan þá Gillett og Hicks og sagði málið ekki tengjast Texas á nokkurn hátt.

Gillett og Hicks verða því líklega að játa sig sigraða í slagnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×