Enski boltinn

Fullyrt að Grant sé á leið til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, fyrrum knattspyrnustjóri Portsmouth og Chelsea.
Avram Grant, fyrrum knattspyrnustjóri Portsmouth og Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Allt útlit er fyrir að Avram Grant verði næsti knattspyrnustjóri West Ham eftir því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum í dag.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports munu Grant og forráðamenn West Ham hafa komist að samkomulagi þess efnis í flestum grunnatriðum. Samningaviðræðum er þó ekki lokið.

Fram kemur einnig í frétt Sky Sports að Grant gæti tekið formlega við starfinu í dag eða á morgun. Í gær sagði hann formlega starfi sínu sem knattspyrnustjóri Portsmouth lausu.

West Ham er nú á höttunum eftir nýjum knattspyrnustjóra eftir Gianfranco Zola var rekinn fyrr í mánuðinum.

Annar eiganda félagsins, David Sullivan, vildi ekki staðfesta fréttina og sagði að ekkert myndi gerast á næstu tólf dögunum. „Við eigum enn eftir að ræða við marga aðila um starfið," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×