Enski boltinn

Wenger hættir árið 2014

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger mun hætta að þjálfa atvinnumannalið þegar núverandi samningur hans við Arsenal rennur út árið 2014.

Wenger framlengdi nýverið samning sinn við Arsenal sem hann hefur þjálfað síðan í september árið 1996.

„Ég mun sinna þjálfun eins lengi og ég hef heilsu til. Ég gæti lokið ferlinum á að þjálfa yngri leikmenn og ekki endilega atvinnumannalið," sagði Wenger við franska fjölmiðla. „Ég hef notið þess að starfa hér við algjört frelsi."

Wenger segist ekki leyft sér að gera langtímaáætlanir en að það sé félag í Frakklandi, Strasbourg, sem standi nærri hjarta hans. Þá segir hann einnig að Paris St. Germain sé félag sem á möguleika á verða mun stærra.

„Freistar það mín að taka að mér PSG? Ég veit það ekki. Eins og málin standa nú þá get ég ekki sagt það. En umgjörð félagsins í dag hæfir engan veginn jafn stórri borg og París."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×