Enski boltinn

Rijkaard vill þjálfa á Englandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, hefur sett stefnuna á að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni. Hann er eftir þessa yfirlýsingu enn sterkar orðaður við Liverpool.

Rijkaard var rekinn frá tyrkneska félaginu Galatasaray eftir slakt gengi með liðið.

Fjölmörg félög hafa áhuga á Rijkaard en mestar líkur eru taldar vera á því að hann endi hjá Liverpool.

Hollendingurinn var einning orðaður við starfið þegar Roy Hodgson var ráðinn stjóri.

Hann er nú efstur hjá veðbönkum yfir þá stjóra sem taldir eru líklegastir til að taka við af Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×