Enski boltinn

Brian Laws: Fyrstu 6 mínúturnar voru bæði ótrúlegar og vandræðalegar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brian Laws, stjóri Burnley.
Brian Laws, stjóri Burnley. Mynd/Getty Images
Brian Laws, stjóri Burnley, horfði upp á sína menn tapa 1-6 fyrir Manchester City á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. City var komið í 3-0 eftir aðeins sex mínútna leik.

„Fyrstu sex mínúturnar voru bæði ótrúlegar og vandræðalegar. Þetta er ekki ásættanlega frammistaða. Þegar við gefum liðum tíma og svæði eins og við gerðum þarna þá nýta þau sér það. Manchester City nýtti sér þetta til fulls," sagði Brian Laws.

„Ég tók mína menn í gegn í hálfleik og setti það sem markmið að við myndum ekki tapa seinni hálfleiknum. Þeir náðu því allavega en fyrstu sex mínúturnar drápu alla möguleika sem við áttum í þessum leik," sagði Brian Laws og bætti við:

„Það eina sem við getum gert er að biðjast afsökunar á þessari frammistöðu og bæta fyrir hana í næsta leik á móti Hull," sagði Brian Laws.

Burnley situr í næstneðsta sæti deildarinnar þremur stigum frá öruggu sæti en liðin í næstu sætum fyrir ofan eiga öll leiki inni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×