Enski boltinn

Van der Vaart líklega til Tottenham

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
"Við erum að bíða og sjá hvort þetta gangi í gegn," segir Harry Redknapp um Rafael van der Vaart sem gæti verið á leið til Tottenham frá Real Madrid.

Van der Vaart er hollenskur miðjumaður sem mun kosta félagið um átta milljónir punda.

Miðjumaðurinn var ekki á leikmannalista Real Madrid og því þurfti félagið að selja hann.

Kaupverðið er talið vera svo lágt þar sem Real vildi ekki borga honum laun fyrir að spila ekkert í vetur.

Redknapp staðfesti einnig að Tottenham hafi reynt að fá Ryan Babel til félagsins en hann hafi ekki viljað fara frá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×