Enski boltinn

Rooney frá í fimm vikur til viðbótar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney sést hér upp í stúku á leik Manchester United og Tottenham í gær.
Wayne Rooney sést hér upp í stúku á leik Manchester United og Tottenham í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, býst ekki við því að Wayne Rooney fari að spila með liðinu fyrr en í desember þar sem að hann verður mun lengur frá vegna ökklameiðsla sinna.

Wayne Rooney hefur ekki spilað síðan í 2-2 jafnteflinu á móti West Brom 16. október síðastliðinn en hann kom þá inn á sem varamaður og spilaði 20 síðustu mínúturnar.

„Ég held að Rooney verði frá í fimm vikur til viðbótar," sagði Sir Alex Ferguson við SkySports.

„Hann verður að ná sér í form á nýjan leik og ég held að fimm vikur séu rétti tíminn fyrir hann til að snúa aftur," sagði Ferguson.

Fari svo að Wayne Rooney spili ekkert næstu fimm vikurnar þá mun hann ekki aðeins missa af Manchester-slagnum við City heldur einnig af síðustu þremur leikjum liðsins í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×