Enski boltinn

Ferguson: Er í engu stuði til að hætta með Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hlær bara af sögusögnunum um að hann sé að fara hætta með liðið í sumar. Skoski stjórinn segir það eina sem fái hann til að hætta sé heilsuleysi.

„Ég er í engu stuði til að hætta með Manchester United og ég mun halda áfram í starfinu á meðan heilsan mín leyfir. Ef heilsunni hrakaði þá værum við komnir með allt aðra stöðu," sagði Sir Alex Ferguson.

Fyrir þremur árum talaði Ferguson um að hann sæi jafnvel fyrir sér að hætta árið 2011. „Ég er búinn að breyta um skoðun - aftur," segir Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×