Enski boltinn

Ferguson ætlar ekki að kaupa leikmenn í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar ekki að reyna að styrkja leikmannahópinn sinn þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Manchester United er fimm stigum á eftir toppliði Chelsea eftir 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Við munum ekki kaupa nýja leikmenn í janúar. Það er alveg öruggt mál," sagði Sir Alex Ferguson við The Independent.

„Ef þú vilt fá einhvern til þess að spila í Evrópu þá eru takmarkanir á því það eru hundruðir leikmanna búnir að spila í Evrópukeppni og mega því ekki spila með öðru liði," sagði Ferguson.

„Það eru fimm mánuðir eftir af tímabilinu. Ég fæ vonandi Antonio Valencia til baka í lok febrúar og það er eins og að fá nýjan leikmann. Ef Michael Owen kemur til baka líka þá er eins og það sé kominn annar nýr leikmaður," sagði Ferguson.

„Ég er sáttur með leikmannahópinn minn í dag og sé enga ástæðu til þess að kaupa nýja leikmenn," sagði Ferguson að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×