Enski boltinn

Aurelio óvænt aftur til Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aurelio skrifaði undir tveggja ára samning.
Aurelio skrifaði undir tveggja ára samning.

Sky Sports greindi frá því í kvöld að Liverpool væri að reyna að fá bakvörðinn Fabio Aurelio aftur til sín.

Á heimasíðu Liverpool var síðan greint frá því að búið væri að ná samkomulagi við leikmanninn um tveggja ára samning.

Aurelio átti við meiðsli að stríða á síðasta tímabili og ekki náðust samningar um að hann yrði áfram. Leikmaðurinn hélt því heim á leið til Brasilíu þar sem hann hefur verið að dóla síðan.

Liverpool hefur hinsvegar gengið brösuglega að fylla hans skarð og Roy Hodgson ákvað að reyna að fá hann aftur. Sú tilraun heppnaðist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×