Enski boltinn

Mancini: Erfitt að lokka stjörnurnar frá Ítalíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að það verði erfitt verk að fá stjörnurnar úr ítalska boltanum yfir til Englands.

Talið er að Mancini fái að versla grimmt í janúar og City hefur þegar verið orðað við fjölda leikmanna frá Ítalíu síðan hann tók við starfinu.

Á meðal þeirra leikmanna eru miðvörður Juventus, Giorgio Chiellini og Milan-mennirnir Mario Balotelli og Gennaro Gattuso.

„Chiellini er hjarta varnar Juventus þannig að Juve vill tæplega sleppa honum. Sama á við um Balotelli og Gattuso," sagði Mancini sem segist ekki hafa áhuga á Antonio Cassano enda sé City með nóg af sóknarmönnum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×