Sveitarfélög á Norðurlandi vilja reisa lyfjaverksmiðju 23. febrúar 2010 04:00 Landspítalinn. Á hverju ári eru notaðir á Landspítalanum ríflega 200 þúsund lítrar af innrennslislyfjum. Hætt var framleiðslu þessara lyfja þegar það svaraði ekki lengur kostnaði vegna gengisþróunar.fréttablaðið/gva Ef áætlanir Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) ná fram að ganga mun rísa lyfjaverksmiðja á Norðurlandi. Staðsetning hefur ekki verið ákveðin en Blönduós er helst nefndur. Um framleiðslu svokallaðra innrennslislyfja er að ræða. Starfshópur á vegum heilbrigðisyfirvalda komst að þeirri niðurstöðu 2005 að hefja skyldi framleiðslu slíkra lyfja hérlendis án tafar ellegar stórauka birgðahald í öryggisskyni. Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri SSNV, segir hugmyndirnar byggja á gengisþróuninni. Nú sé fyrir hendi rekstrargrundvöllur lyfjaverksmiðju ólíkt því sem var þegar áform voru síðast uppi um þennan iðnað árið 2005. „Innviðirnir eru allir til staðar hér á Norðurlandi og af hverju skyldum við ekki nýta okkur það? Lyfjakostnaður heilbrigðisstofnana hefur verið til umfjöllunar og öll gjaldeyrissparandi framleiðsla er af hinu góða. Í framhaldinu mætti síðan skoða útflutning þessara lyfja auk þess sem möguleikar eru til að víkka út framleiðsluna í framhaldinu, til dæmis í framleiðslu dýralyfja.“ Jón Óskar segir að undirbúningur lyfjaframleiðslunnar, hvað varðar stærð verksmiðjunnar og framleiðslugetu, byggi á skýrslu starfshóps heilbrigðisyfirvalda frá 2005. Starfshópurinn mælti þá með að verksmiðja yrði byggð og rekin í tengslum við Landspítalann. Í fundargerð í lok árs 2005 segir að engan tíma megi missa og komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða birgðir væru ásættanlegar ef starfrækt væri lyfjaverksmiðja hérlendis. Annars væri nauðsynlegt að hafa tólf mánaða birgðir í landinu á hverjum tíma en mjög erfitt getur verið með aðdrætti ef kæmi til heimsfaraldurs, og er inflúensa nefnd sérstaklega. Einnig gæti mikil aukning á innrennslislyfjum orðið við atburði af völdum annarra sýkla, eiturefna, hópslyss eða náttúruhamfara. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir innlenda framleiðslu innrennslislyfja vera öryggisatriði. „Það væri til bóta að vera ekki háð innflutningi þessara lyfja. Það ætti að meta það alvarlega hvort ekki sé ástæða til að kosta nokkru til að hafa slíka verksmiðju hér. Þetta er þó fyrst og síðast pólitísk ákvörðun.“ Haraldur segir að sex mánaða birgðir séu í landinu nú. Hann telur það vera nægjanlegt en þörfin var endurmetin nýlega. Hann segir að framleiðsla innrennslislyfja sé til staðar í Færeyjum og rætt hafi verið um að gera samning á milli þjóðanna um lyfjakaup. svavar@frettabladid.is Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira
Ef áætlanir Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) ná fram að ganga mun rísa lyfjaverksmiðja á Norðurlandi. Staðsetning hefur ekki verið ákveðin en Blönduós er helst nefndur. Um framleiðslu svokallaðra innrennslislyfja er að ræða. Starfshópur á vegum heilbrigðisyfirvalda komst að þeirri niðurstöðu 2005 að hefja skyldi framleiðslu slíkra lyfja hérlendis án tafar ellegar stórauka birgðahald í öryggisskyni. Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri SSNV, segir hugmyndirnar byggja á gengisþróuninni. Nú sé fyrir hendi rekstrargrundvöllur lyfjaverksmiðju ólíkt því sem var þegar áform voru síðast uppi um þennan iðnað árið 2005. „Innviðirnir eru allir til staðar hér á Norðurlandi og af hverju skyldum við ekki nýta okkur það? Lyfjakostnaður heilbrigðisstofnana hefur verið til umfjöllunar og öll gjaldeyrissparandi framleiðsla er af hinu góða. Í framhaldinu mætti síðan skoða útflutning þessara lyfja auk þess sem möguleikar eru til að víkka út framleiðsluna í framhaldinu, til dæmis í framleiðslu dýralyfja.“ Jón Óskar segir að undirbúningur lyfjaframleiðslunnar, hvað varðar stærð verksmiðjunnar og framleiðslugetu, byggi á skýrslu starfshóps heilbrigðisyfirvalda frá 2005. Starfshópurinn mælti þá með að verksmiðja yrði byggð og rekin í tengslum við Landspítalann. Í fundargerð í lok árs 2005 segir að engan tíma megi missa og komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða birgðir væru ásættanlegar ef starfrækt væri lyfjaverksmiðja hérlendis. Annars væri nauðsynlegt að hafa tólf mánaða birgðir í landinu á hverjum tíma en mjög erfitt getur verið með aðdrætti ef kæmi til heimsfaraldurs, og er inflúensa nefnd sérstaklega. Einnig gæti mikil aukning á innrennslislyfjum orðið við atburði af völdum annarra sýkla, eiturefna, hópslyss eða náttúruhamfara. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir innlenda framleiðslu innrennslislyfja vera öryggisatriði. „Það væri til bóta að vera ekki háð innflutningi þessara lyfja. Það ætti að meta það alvarlega hvort ekki sé ástæða til að kosta nokkru til að hafa slíka verksmiðju hér. Þetta er þó fyrst og síðast pólitísk ákvörðun.“ Haraldur segir að sex mánaða birgðir séu í landinu nú. Hann telur það vera nægjanlegt en þörfin var endurmetin nýlega. Hann segir að framleiðsla innrennslislyfja sé til staðar í Færeyjum og rætt hafi verið um að gera samning á milli þjóðanna um lyfjakaup. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira