Sveitarfélög á Norðurlandi vilja reisa lyfjaverksmiðju 23. febrúar 2010 04:00 Landspítalinn. Á hverju ári eru notaðir á Landspítalanum ríflega 200 þúsund lítrar af innrennslislyfjum. Hætt var framleiðslu þessara lyfja þegar það svaraði ekki lengur kostnaði vegna gengisþróunar.fréttablaðið/gva Ef áætlanir Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) ná fram að ganga mun rísa lyfjaverksmiðja á Norðurlandi. Staðsetning hefur ekki verið ákveðin en Blönduós er helst nefndur. Um framleiðslu svokallaðra innrennslislyfja er að ræða. Starfshópur á vegum heilbrigðisyfirvalda komst að þeirri niðurstöðu 2005 að hefja skyldi framleiðslu slíkra lyfja hérlendis án tafar ellegar stórauka birgðahald í öryggisskyni. Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri SSNV, segir hugmyndirnar byggja á gengisþróuninni. Nú sé fyrir hendi rekstrargrundvöllur lyfjaverksmiðju ólíkt því sem var þegar áform voru síðast uppi um þennan iðnað árið 2005. „Innviðirnir eru allir til staðar hér á Norðurlandi og af hverju skyldum við ekki nýta okkur það? Lyfjakostnaður heilbrigðisstofnana hefur verið til umfjöllunar og öll gjaldeyrissparandi framleiðsla er af hinu góða. Í framhaldinu mætti síðan skoða útflutning þessara lyfja auk þess sem möguleikar eru til að víkka út framleiðsluna í framhaldinu, til dæmis í framleiðslu dýralyfja.“ Jón Óskar segir að undirbúningur lyfjaframleiðslunnar, hvað varðar stærð verksmiðjunnar og framleiðslugetu, byggi á skýrslu starfshóps heilbrigðisyfirvalda frá 2005. Starfshópurinn mælti þá með að verksmiðja yrði byggð og rekin í tengslum við Landspítalann. Í fundargerð í lok árs 2005 segir að engan tíma megi missa og komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða birgðir væru ásættanlegar ef starfrækt væri lyfjaverksmiðja hérlendis. Annars væri nauðsynlegt að hafa tólf mánaða birgðir í landinu á hverjum tíma en mjög erfitt getur verið með aðdrætti ef kæmi til heimsfaraldurs, og er inflúensa nefnd sérstaklega. Einnig gæti mikil aukning á innrennslislyfjum orðið við atburði af völdum annarra sýkla, eiturefna, hópslyss eða náttúruhamfara. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir innlenda framleiðslu innrennslislyfja vera öryggisatriði. „Það væri til bóta að vera ekki háð innflutningi þessara lyfja. Það ætti að meta það alvarlega hvort ekki sé ástæða til að kosta nokkru til að hafa slíka verksmiðju hér. Þetta er þó fyrst og síðast pólitísk ákvörðun.“ Haraldur segir að sex mánaða birgðir séu í landinu nú. Hann telur það vera nægjanlegt en þörfin var endurmetin nýlega. Hann segir að framleiðsla innrennslislyfja sé til staðar í Færeyjum og rætt hafi verið um að gera samning á milli þjóðanna um lyfjakaup. svavar@frettabladid.is Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Ef áætlanir Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) ná fram að ganga mun rísa lyfjaverksmiðja á Norðurlandi. Staðsetning hefur ekki verið ákveðin en Blönduós er helst nefndur. Um framleiðslu svokallaðra innrennslislyfja er að ræða. Starfshópur á vegum heilbrigðisyfirvalda komst að þeirri niðurstöðu 2005 að hefja skyldi framleiðslu slíkra lyfja hérlendis án tafar ellegar stórauka birgðahald í öryggisskyni. Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri SSNV, segir hugmyndirnar byggja á gengisþróuninni. Nú sé fyrir hendi rekstrargrundvöllur lyfjaverksmiðju ólíkt því sem var þegar áform voru síðast uppi um þennan iðnað árið 2005. „Innviðirnir eru allir til staðar hér á Norðurlandi og af hverju skyldum við ekki nýta okkur það? Lyfjakostnaður heilbrigðisstofnana hefur verið til umfjöllunar og öll gjaldeyrissparandi framleiðsla er af hinu góða. Í framhaldinu mætti síðan skoða útflutning þessara lyfja auk þess sem möguleikar eru til að víkka út framleiðsluna í framhaldinu, til dæmis í framleiðslu dýralyfja.“ Jón Óskar segir að undirbúningur lyfjaframleiðslunnar, hvað varðar stærð verksmiðjunnar og framleiðslugetu, byggi á skýrslu starfshóps heilbrigðisyfirvalda frá 2005. Starfshópurinn mælti þá með að verksmiðja yrði byggð og rekin í tengslum við Landspítalann. Í fundargerð í lok árs 2005 segir að engan tíma megi missa og komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða birgðir væru ásættanlegar ef starfrækt væri lyfjaverksmiðja hérlendis. Annars væri nauðsynlegt að hafa tólf mánaða birgðir í landinu á hverjum tíma en mjög erfitt getur verið með aðdrætti ef kæmi til heimsfaraldurs, og er inflúensa nefnd sérstaklega. Einnig gæti mikil aukning á innrennslislyfjum orðið við atburði af völdum annarra sýkla, eiturefna, hópslyss eða náttúruhamfara. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir innlenda framleiðslu innrennslislyfja vera öryggisatriði. „Það væri til bóta að vera ekki háð innflutningi þessara lyfja. Það ætti að meta það alvarlega hvort ekki sé ástæða til að kosta nokkru til að hafa slíka verksmiðju hér. Þetta er þó fyrst og síðast pólitísk ákvörðun.“ Haraldur segir að sex mánaða birgðir séu í landinu nú. Hann telur það vera nægjanlegt en þörfin var endurmetin nýlega. Hann segir að framleiðsla innrennslislyfja sé til staðar í Færeyjum og rætt hafi verið um að gera samning á milli þjóðanna um lyfjakaup. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira