Íslenski boltinn

Eyþór í banni gegn Blikum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eyþór Helgi er kominn í leikbann.
Eyþór Helgi er kominn í leikbann. Fréttablaðið/Anton

Eyþór Helgi Birgisson, einn besti leikmaður ÍBV, verður í leikbanni gegn Blikum á sunnudaginn kemur. Þá leikur ÍBV sinn fyrsta heimaleik í sumar.

Eyþór Helgi fékk rautt spjald í 3-0 sigurleiknum gegn Haukum á mánudag. Bæði spjöldin voru fyrir óíþróttamannslega framkomu, fyrst grýtti hann boltanum í jörðina í bræði og síðan kippti hann fórunum undan mótherja með höndunum.

Það er einmitt bannað og þá fékk Eyþór sitt annað gula spjald.

Hann var eini leikmaður Pepsi-deildarinnar sem var dæmdur í leikbann á agafundi KSÍ í gær. Hér má sjá úrskurð fundarins en nokkrir leikmenn í 1. deild karla voru dæmdir í eins leiks bann.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×