Enski boltinn

Redknapp: Sandro eins og Sókrates

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að leikstíll Sandro eigi margt sameiginlegt með brasilísku goðsögninni Socrates.

Sandro er einnig Brasilíumaður og gekk í raðir Tottenham frá Internacional í síðasta mánuði.

„Hann lítur út eins og Socrates. Hann hleypur eins. Ef hann getur spilað eins og hann verður þetta í góðu lagi hjá okkur," sagði Redknapp.

„Við ræddum við fólk í Brasilíu, til að mynda landsliðsþjálfarann Dunga, sem gátu mælt með honum. Enda kemst maður ekki í brasilíska landsliðið án þess að geta eitthvað," bætti hann við.

„Hann er ekki eins og Robinho. Hann er stór strákur, hreyfir sig mikið og getur spilað boltanum. Hann er frekar eins og Abou Diaby eða Patrick Vieira."

Tottenham og Arsenal mætast í ensku deildabikarkeppninni í kvöld og er búist við því að stjórar beggja liða muni hvíla marga sterka leikmenn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×