Fótbolti

Úrúgvæjar nenna ekki að tala lengur um "hendina"

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Af æfingu Úrúgvæ í gær.
Af æfingu Úrúgvæ í gær. AFP
Það er ekki hægt að lesa um Úrúgvæ þessa dagana án þess að heyrast minnst á hendina frægu frá Luis Suarez. Eðlilega. Hún gjörbreytti öllu á HM. Nú segir landsliðsþjálfarinn Oscar Tabárez að allt talið í kringum hendina, það neikvæða sem kemur úr mörgum áttum, geri ekkert nema hvetja liðið áfram. "Þetta voru ósjálfleg viðbrögð, ekkert annað. Hann gat ekki séð þetta gerast. Það var svo Gana sem klúðraði vítinu, ekki tala eins og þetta sé eintómt svindl," sagði þjálfarinn. "Úrúgvæjar eru stoltir og við nennum ekki að hlusta á þetta lengur. Við erum komnir hingað nánast án þess að fá gult spjald, svo ekki vera að kalla okkur svindlara," sagði Tabárez.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×