Fótbolti

Ólafur vildi taka vegabréfin af Ronaldo og Nani

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur á æfingunni í dag. Mynd/Stefán
Ólafur á æfingunni í dag. Mynd/Stefán

Ólafur Jóhannesson, A-landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, var í banastuði og lék á alls oddi á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag.

Portúgalskir blaðamenn höfðu mikinn áhuga á því að vita hvernig hann ætlaði sér að stöðva Cristiano Ronaldo og Nani.

"Í fyrstu var ég að íhuga að taka af þeim vegabréfin svo þeir kæmust ekki til landsins. Það er of seint því þeir eru komnir hingað. Við reynum því að finna einhver ráð til þess að stöðva þá," sagði Ólafur léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×