Enski boltinn

Ferguson: Skiptir engu máli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson hefur ekki áhyggjur af þeim ummælum sem Wayne Rooney lét hafa eftir sér um meintu ökklameiðsli sín.

Rooney sagði eftir landsleik Englands í vikunni að hann væri ekki meiddur á ökkla, þrátt fyrir ummæli Ferguson um hið gagnstæða.

Ferguson sagði að ökklameiðsli Rooney væri ástæða þess að hann missti af leikjum United gegn Valencia og Sunderland í upphafi mánaðarins.

„Ég veit ekki hvaðan svona hlutir koma," sagði Ferguson í samtali við enska fjölmiðla. „Drengurinn er stöðugt í sviðsljósinu og í viðtölum hjá fjölmiðlum."

„En þetta skiptir mig allt saman nákvæmlega engu máli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×