Enski boltinn

Holloway hótar að hætta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/Getty Images
Nordic Photos/Getty Images

Ian Holloway, stjóri Blackpool, hefur hótað því að hætta með liðið ef enska knattspyrnusambandið ákveður að refsa honum fyrir að gera miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Aston Villa.

Holloway gerði einar tíu breytingar á liði sínu fyrir leikinn sem tapaðist, 3-2.

Holloway segist ekki hafa getað annað en stokkað upp í liðinu því það væri mikið álag á liðinu.

Stjóra hefur áður verið refsað fyrir slíkar breytingar en Mick McCarthy, stjóri Úlfanna, fékk 25 þúsund punda sekt á síðasta tímabili er hann gerði tíu breytingar á liðinu fyrir leikinn gegn Man. Utd.

"Strákarnir hafa staðið sig frábærlega og þurftu á hvíld að halda. Það var ekkert annað í stöðunni. Ég þekki best ástandið á mínum mönnum," sagði Holloway.

"Ef mér verður refsað fyrir það þá er ég hættur. Ég get ekki unnið í slíku umhverfi. Enska knattspyrnusambandið veit ekkert hvað það er að tala um."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×