Enski boltinn

Stjóri Blackpool: Ég er að springa úr stolti

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Ian Holloway, stjóri Blackpool, hafði góða ástæðu til að fagna í dag.
Ian Holloway, stjóri Blackpool, hafði góða ástæðu til að fagna í dag.
Blackpool spilar á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð en liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigri á Cardiff í dag. Ian Holloway, stjóri Blackpool, fagnaði vel og innilega eftir leik, stoltur af sínum mönnum en liðið þótti líklegt til að berjast í botnbaráttunni fyrir tímabilið. Annað kom á daginn og þeir spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð. „Ég get ekki líst þessari tilfinningu, það eru engin orð til. Ég er að springa úr stolti," sagði Holloway í viðtali við Sky Sport eftir leik. „Við töluðum um marga hluti og vissum vel af styrkleikum Cardiff. Þeir spiluðu vel í dag en mínir menn héldu áfram og sýndu frábæra frammistöðu. Ég er ótrúlega stoltur og þetta er stórkostleg stund," bætti Holloway við. „Ég hef aldrei áður unnið með slíkum hópi af fólki sem hefur átt eitthvað jafn mikið skilið og við áttum þetta skilið í dag."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×