Enski boltinn

Hodgson ánægður með gríska miðvörðinn Kyrgiakos

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sotirios Kyrgiakos fórnar sér í alla bolta.
Sotirios Kyrgiakos fórnar sér í alla bolta. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur hrósað Grikkjanum Sotirios Kyrgiakos fyrir frammistöðu sína í báðum vítateigunum á þessu tímabili.

Kyrgiakos er orðinn fastamaður í miðri Liverpool-vörnini og hefur auk þess skorað mörk að undanförnu þar sem hann skapar alltaf mikla hættu í föstum leikatriðum.

„Hann er mjög hættulegur í vítateig andstæðinganna það vefst ekki fyrir neinum. Hann er líka öflugur að verjast í okkar teig," sagði Roy Hodgson.

„Við þurfum á leikmönnum að halda sem eru hugrakkir og sterkir og tilbúnir að fórna hausnum í alla bolta. Við vissum að hann væri mjög öflugur í þessu í okkar teig en á þessu tímabili er hann líka farin að gera þetta í vítateig mótherjanna," sagði Hodgson.

Sotirios Kyrgiakos er 31 árs og kom til Liverpool frá AEK Aþenu árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×