Íslenski boltinn

Fram og KR áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Fram og ÍR í kvöld.
Úr leik Fram og ÍR í kvöld. Mynd/Valli

KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið vann 1-0 sigur á ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.

Það var Kjartan Henry Finnbogason sem skoraði eina mark leiksins á 54. mínútu. KR var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en Eyjamenn sóttu stíft að marki gestanna undir lok leiksins en náðu ekki að jafna.

Þá skoraði Ívar Björnsson bæði mörk Fram í 2-1 sigri á ÍR. Guðjón Gunnarsson minnkaði metin fyrir Breiðhyltinga í uppbótartíma.

Nánar verður fjallað um leikina á Vísi síðar í kvöld.

Alls fóru sjö leikir fram í bikarnum í kvöld.

Úrslitin:

Fjarðabyggð - Njarðvík 3-2 (eftir framlengingu)

Fram - ÍR 2-1

Bí/Bolungarvík - Völsungur 2-0

KA - HK 3-2 (eftir framlengingu)

KB - Víkingur Ó. 0-1

ÍBV - KR 0-1

Víkingur R. - Sindri 7-0














Fleiri fréttir

Sjá meira


×