Rektor sleginn yfir rothöggi á lotukerfi 2. júní 2010 06:00 Rektor Menntaskólans við Sund er vonsvikinn yfir að ekki tókst að innleiða nýtt kerfi sem hann telur betra fyrir nemendur, kennara og skólann sjálfan.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er heilmikið kjaftshögg,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, þar sem hætta verður við áður auglýsta breytingu á kennslu fyrir nýnema í skólanum. Í vetur var kynnt fyrir nemendum í tíunda bekk grunnskóla og forráðamönnum þeirra breyting á skólanámskrá MS og innleiðing á svokölluðu lotubundnu bekkjarkerfi. Már segir núverandi bekkjarkerfi að mörgu leyti gallað þótt það sé gott fyrir þá sem ráði við fullt nám. Ef eitthvað komi upp á sé heilt námsár undir. Það sé mikið áfall að þurfa að sitja heilt ár upp á nýtt. Már segir ætlunina hafa verið þá að skipta skólaárinu í fjögur tímabil sem hvert skiptist í átta vikna lotur. „Þá eru nemendur aðeins í tveimur til þremur námsgreinum í einu. Þeir klára námið í áfanganum á átta vikum í stað þess að þurfa að einbeita sér að kannski átta til tíu námsgreinum í einu,“ útskýrir Már. Að sögn rektors tekst ekki að koma nýja kerfinu í gang í haust vegna þess að ekki náðust samningar við Kennarasamband Íslands. Með þessari niðurstöðu verði MS af heilmiklu aukafjármagni sem lofað hafi verið og hún geri skólann verr í stakk búinn til að takast á við kreppuna. „Þetta er miklu hagkvæmara kerfi og í raun fyrir kennara líka því í staðinn fyrir að vera með eitt hundrað og fimmtíu til tvö hundruð nemendur undir í einu þá eru þeir bara með sextíu,“ segir Már. Um sex hundruð krakkar sóttu um tvö hundruð skólapláss í MS í forvali. Óvíst er hversu margir vilja nú breyta þessu vali. „Við vitum ekki hversu margir sóttu um vegna kerfisbreytingarinnar sem við erum búin að vera kynna í allan vetur,“ segir Már sem kveður vonbrigðin vera mikil. „Núna erum við að endurskipuleggja skólann til að takast á við næsta ár á hefðbundinn hátt í stað þess að vera að fara út í spennandi breytingar.“ Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að þegar á reyndi hafi ekki reynst meirihluti í kennarahópi MS fyrir því að gerðar yrðu þær grundvallarbreytingar á innra starfi skólans sem til hafi þurft. Félagið hafi ekki getað lokið samningagerðinni í andstöðu við vilja þessa hóps auk þess sem ekki hafi þótt heppilegt að ganga frá slíkum samningum í kreppu og niðurskurði. „Það var ekki fyrirkomulagið sem slíkt sem var deiluefni heldur fannst hópnum að það væri ekki búið að undirbúa málið nógu vel. Þar af leiðandi var kennarahópurinn þegar upp var staðið ekki tilbúinn til þess að gefa grænt ljós á að samningarnir yrðu kláraðir,“ segir Aðalheiður. gar@frettabladid.is Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
„Þetta er heilmikið kjaftshögg,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, þar sem hætta verður við áður auglýsta breytingu á kennslu fyrir nýnema í skólanum. Í vetur var kynnt fyrir nemendum í tíunda bekk grunnskóla og forráðamönnum þeirra breyting á skólanámskrá MS og innleiðing á svokölluðu lotubundnu bekkjarkerfi. Már segir núverandi bekkjarkerfi að mörgu leyti gallað þótt það sé gott fyrir þá sem ráði við fullt nám. Ef eitthvað komi upp á sé heilt námsár undir. Það sé mikið áfall að þurfa að sitja heilt ár upp á nýtt. Már segir ætlunina hafa verið þá að skipta skólaárinu í fjögur tímabil sem hvert skiptist í átta vikna lotur. „Þá eru nemendur aðeins í tveimur til þremur námsgreinum í einu. Þeir klára námið í áfanganum á átta vikum í stað þess að þurfa að einbeita sér að kannski átta til tíu námsgreinum í einu,“ útskýrir Már. Að sögn rektors tekst ekki að koma nýja kerfinu í gang í haust vegna þess að ekki náðust samningar við Kennarasamband Íslands. Með þessari niðurstöðu verði MS af heilmiklu aukafjármagni sem lofað hafi verið og hún geri skólann verr í stakk búinn til að takast á við kreppuna. „Þetta er miklu hagkvæmara kerfi og í raun fyrir kennara líka því í staðinn fyrir að vera með eitt hundrað og fimmtíu til tvö hundruð nemendur undir í einu þá eru þeir bara með sextíu,“ segir Már. Um sex hundruð krakkar sóttu um tvö hundruð skólapláss í MS í forvali. Óvíst er hversu margir vilja nú breyta þessu vali. „Við vitum ekki hversu margir sóttu um vegna kerfisbreytingarinnar sem við erum búin að vera kynna í allan vetur,“ segir Már sem kveður vonbrigðin vera mikil. „Núna erum við að endurskipuleggja skólann til að takast á við næsta ár á hefðbundinn hátt í stað þess að vera að fara út í spennandi breytingar.“ Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir að þegar á reyndi hafi ekki reynst meirihluti í kennarahópi MS fyrir því að gerðar yrðu þær grundvallarbreytingar á innra starfi skólans sem til hafi þurft. Félagið hafi ekki getað lokið samningagerðinni í andstöðu við vilja þessa hóps auk þess sem ekki hafi þótt heppilegt að ganga frá slíkum samningum í kreppu og niðurskurði. „Það var ekki fyrirkomulagið sem slíkt sem var deiluefni heldur fannst hópnum að það væri ekki búið að undirbúa málið nógu vel. Þar af leiðandi var kennarahópurinn þegar upp var staðið ekki tilbúinn til þess að gefa grænt ljós á að samningarnir yrðu kláraðir,“ segir Aðalheiður. gar@frettabladid.is
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira