Enski boltinn

James gæti tekið við af Grant

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David James.
David James. Nordic Photos / Getty Images
Til greina kemur að David James taki við af Avram Grant sem knattspyrnustjóri Portsmouth. Þetta segir skiptastjóri Portsmouth, Andrew Andronikou, en félagið er nú í greiðslustöðvun.

Grant sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi en honum tókst ekki að bjarga liðinu frá falli í ensku úrvalsdeildinni í vor. Hann náði þó góðum árangri miðað við þá miklu erfiðleika sem umkringdu liðið í vetur og kom liðinu til að mynda í úrslit ensku bikarkeppninnar.

Andronikou hefur áður sagt að félagið hafi boðið James nýjan samning en þá sem leikmaður. „Ég tel að David vilji gerast þjálfari einn daginn en ég veit ekki hvort að þetta sé of snemmt fyrir hann," sagði Andronikou við enska fjölmiðla.

„En hann er afar vel að máli farinn og ég mun ræða þetta við hann," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×