Enski boltinn

Wenger: Tæklingin hjá Fabregas var slys

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabregas á ferðinni í gær.
Fabregas á ferðinni í gær.

Það hefur líklega enginn stjóri í ensku deildinni kvartað eins mikið yfir hættulegum tæklingum andstæðinganna og Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Í gær kom það aftur á móti fyrir að einn leikmaður Arsenal gerði sig sekan um slæma tæklingu og útskýrir Wenger málið svo að um slys hafi verið að ræða.

Fyrirliðinn Cesc Fabregas tæklaði Stephen Ward, leikmann Wolves, illa og Ward var borinn af velli í kjölfarið.

"Ég held þetta hafi verið slys. Hann vildi fara í boltann. Cesc baðst afsökunar á þessu eftir leikinn og hitti leikmanninn inn í klefa. Þetta var algjört slys," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×