Netglæpamenn geta notað óvarðar tölvur til innbrota 21. október 2010 05:30 Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni.Nordicphotos/AFP Fjarskipti Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heiminum, segir sérfræðingur í netöryggi. „Ef ríkið getur ekki séð um að verja þig verður þú að verja þig sjálfur,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, sem vann meistaraverkefni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands um netógnir. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru engar miðlægar varnir til staðar hér á landi gegn tölvuárásum, þrátt fyrir að slíkar árásir geti haft alvarlegar afleiðingar. Bæði Varnarmálastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun hafa undirbúið uppsetningu slíkra varna, en ekkert fé hefur fengist til þess að koma þeim á fót. Jón Kristinn segir almenning geta varið eigin tölvur, þó að stjórnvöld verði að koma að því að verja landið. Hann segir fólk verða að gæta að því að vírusvörn og eldveggur séu í notkun, og öll forrit séu uppfærð reglulega. Ef þetta sé ekki gert geti tölvuglæpamenn notað tölvur þeirra til að fremja glæpi hvar sem er í heiminum. Einnig sé hægt að nota tölvurnar til að gera álagsárásir, sem geta sett tölvukerfi heilu þjóðanna á hliðina. Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni. Nordicphotos/AFP Íslensk tölvufyrirtæki eru mjög meðvituð um hættuna sem stafar af tölvuárásum, og stórir rekstraraðilar tölvukerfa þurfa að verjast minni háttar árásum daglega. Öflugar tölvuárásir eru sjaldgæfari, en þó eru þekkt dæmi um slíkt. Öflug tölvuárás á margar íslenskar vefsíður samtímis gæti haft það í för með sér að samskipti í gegnum tölvur og síma á landinu öllu myndu detta niður. Jón Kristinn segir að ástandið sem það myndi skapa gæti minnt á ástandið 7. október 2008, þegar Glitnir og Landsbankinn féllu. „Ég er hræddur um að afleiðingarnar yrðu alger ringulreið,“ segir Jón Kristinn. Hann segir að ef ráðist verði á vefsíður bankanna, sem hafi heldur betur verið milli tannanna á fólki erlendis undanfarið, geti það valdið ótta fólks um að peningarnir þeirra séu ekki öruggir. Erfitt verði að koma upplýsingum um ástandið til fólksins ef netið liggi niðri, sem geti alið á enn meiri ótta. Aukin áhersla á rafræna stjórnsýslu gerir landið sífellt veikara fyrir árásum tölvuglæpamanna. Jón Kristinn segir að stjórnvöld ættu að stofna viðbragðshóp til að bregðast við tölvuárásum, og gera úttekt á helstu veikleikum kerfisins. Þá sé mikilvægt að efla tengslin við hin Norðurlöndin, og tengslin við tölvuvarnadeild Atlantshafsbandalagsins. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Fjarskipti Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heiminum, segir sérfræðingur í netöryggi. „Ef ríkið getur ekki séð um að verja þig verður þú að verja þig sjálfur,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, sem vann meistaraverkefni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands um netógnir. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru engar miðlægar varnir til staðar hér á landi gegn tölvuárásum, þrátt fyrir að slíkar árásir geti haft alvarlegar afleiðingar. Bæði Varnarmálastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun hafa undirbúið uppsetningu slíkra varna, en ekkert fé hefur fengist til þess að koma þeim á fót. Jón Kristinn segir almenning geta varið eigin tölvur, þó að stjórnvöld verði að koma að því að verja landið. Hann segir fólk verða að gæta að því að vírusvörn og eldveggur séu í notkun, og öll forrit séu uppfærð reglulega. Ef þetta sé ekki gert geti tölvuglæpamenn notað tölvur þeirra til að fremja glæpi hvar sem er í heiminum. Einnig sé hægt að nota tölvurnar til að gera álagsárásir, sem geta sett tölvukerfi heilu þjóðanna á hliðina. Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni. Nordicphotos/AFP Íslensk tölvufyrirtæki eru mjög meðvituð um hættuna sem stafar af tölvuárásum, og stórir rekstraraðilar tölvukerfa þurfa að verjast minni háttar árásum daglega. Öflugar tölvuárásir eru sjaldgæfari, en þó eru þekkt dæmi um slíkt. Öflug tölvuárás á margar íslenskar vefsíður samtímis gæti haft það í för með sér að samskipti í gegnum tölvur og síma á landinu öllu myndu detta niður. Jón Kristinn segir að ástandið sem það myndi skapa gæti minnt á ástandið 7. október 2008, þegar Glitnir og Landsbankinn féllu. „Ég er hræddur um að afleiðingarnar yrðu alger ringulreið,“ segir Jón Kristinn. Hann segir að ef ráðist verði á vefsíður bankanna, sem hafi heldur betur verið milli tannanna á fólki erlendis undanfarið, geti það valdið ótta fólks um að peningarnir þeirra séu ekki öruggir. Erfitt verði að koma upplýsingum um ástandið til fólksins ef netið liggi niðri, sem geti alið á enn meiri ótta. Aukin áhersla á rafræna stjórnsýslu gerir landið sífellt veikara fyrir árásum tölvuglæpamanna. Jón Kristinn segir að stjórnvöld ættu að stofna viðbragðshóp til að bregðast við tölvuárásum, og gera úttekt á helstu veikleikum kerfisins. Þá sé mikilvægt að efla tengslin við hin Norðurlöndin, og tengslin við tölvuvarnadeild Atlantshafsbandalagsins. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira