Umfjöllun: Blikum refsað - Fyrstu stig Grindvíkinga í hús Hjalti Þór Hreinsson skrifar 14. júní 2010 18:15 Ólafur Örn Bjarnason byrjar vel með Grindavík. Hann stýrði sínum fyrsta leik af hliðarlínunni í kvöld í 2-3 sigri á Blikum. Þetta var fyrsti sigur Grindavíkur í sumar og fyrstu stigin sem liðið fær. Grindvíkingar voru án Jóhanns Helgasonar, Grétars Ólafs Hjartarsonar og Scott Ramsey. Orri Freyr var í vörninni og Marko á miðjunni. Grindvíkingar voru baráttuglaðir til að byrja með en það dró af þeim þegar leið á hálfleikinn. Jafnræði var með liðunum framan af en Grindvíkingar komust yfir eftir 18. mínútur. Ingvar Kale gerði þá glórulaus mistök. Hann fékk boltann, virtist ætla að leggja boltann fyrir sig, hann reyndi að hreinsa en boltinn fór í Ondo sem var einn gegn varnarmanni og markinu, Ingvar virtist fara í hann og skot Ondo var lélegt. Víti var hinsvegar dæmt og Ingvar fékk gult spjald, en ekki rautt sem hefði ef til vill verið eðlilegt þar sem hann var einn gegn markinu. Ondo skoraði örugglega úr vítinu. En aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu Blikar sem voru byrjaðir að spila betur. Arnór Sveinn var einn utan á kanti, hann þrumaði inn í teig og boltinn hafnaði í samskeytunum fjær þaðan sem hann fór í stöngina hinu megin og inn. Ótrúlegt mark hjá Arnóri. Blikar voru ekki hættir, þeir ógnuðu sífellt og fengu horn og aukaspyrnur á álitlegum stöðum. Eftir eitt hornið barst boltinn til Alfreðs Finnbogasonar sem skaut undir Rúnar í markinu og kom Blikum yfir. Rúnar sá þó við Alfreð skömmu síðar þegar hann slapp einn í gegn. Staðan 2-1 í hálfleik, sanngjörn staða. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, líkt og þann fyrri. Jósef skaut boltanum í slánna, stöngina og út, í sömu sókn varði Ingvar vel skot frá Mark og eftir hornið skapaðist enn hætta. En Blikar sóttu aftur í sig veðrið og réðu öllu á vellinum. Sóknir þeirra voru margar hættulegar, Kristinn skaut framhjá úr dauðafæri, Guðmundur átti skalla beint á Rúnar og Andri gat gert betur nánast einn í gegn. Blikar hefðu betur nýtt færin sín. Grindvíkingar náðu að jafna eftir samvinnu varamannanna Loic Ondo og Páls Guðmundssonar. Sá síðarnefndi setti boltann í markið eftir að Loic sendi inn í, bróðir hans Gilles missti af boltanum en Páll skoraði fínt mark. Eftir þetta var leikurinn fremur jafn, Blikar þó ávallt meira með boltann en Grindvíkingar virtust ætla að sækja hratt og verjast vel. Blikar fengu nokkur færi en var refsað fyrir að nýta þau ekki. Gilles tryggði Grindvíkingum fyrsta sigurinn í sumar þegar hann komst einn gegn Ingvari eftir varnarmistök Elfars og skoraði fimm mínútum fyrir leikslok. Frábær sigur gestanna í fyrsta leik Ólafs Arnar með liðið. Blikum var refsað fyrir að nýta ekki færin sín og því fór sem fór.Breiðablik – Grindavík 2-3 0-1 Gilles Mbang Ondo (18.) 1-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (23.) 2-1 Alfreð Finnbogason (32.) 2-2 Páll Guðmundsson (75.) 2-3 Gilles Ondo (85.)Áhorfendur: 761.Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. (6).Tölfræði leiksins: Skot (á mark): 11-12 (7-6).Varin skot: Ingvar 2 – Rúnar 5.Horn: 7-3.Aukaspyrnur fengnar: 16-11.Rangstöður: 2-2.Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 4 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Elfar Freyr Helgason 4 Kári Ársælsson 5 (90. Olgeir Sigurgeirsson -) Kristinn Jónsson 5 Guðmundur Kristjánsson 6 Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 4 Alfreð Finnbogason 6 Andri Rafn Yeoman 4 (87. Finnur Orri Margeirsson -) Guðmundur Pétursson 4 (76. Haukur Baldvinsson -)Grindavík 4-5-1 Rúnar Dór Daníelsson 6 Ray Anthony Jónsson 5 Auðun Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 (68. Páll Guðmundsson 6) Jóhann Helgi Aðalgeirsson 4 (74. Luc Mbang Ondo -) Marko Valdimar Stefánsson 5 Matthías Örn Friðriksson 5 Alexander Magnússon 5 Óli Baldur Bjarnason 4Gilles Mbang Ondo 7* ML Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Ólafur Örn Bjarnason byrjar vel með Grindavík. Hann stýrði sínum fyrsta leik af hliðarlínunni í kvöld í 2-3 sigri á Blikum. Þetta var fyrsti sigur Grindavíkur í sumar og fyrstu stigin sem liðið fær. Grindvíkingar voru án Jóhanns Helgasonar, Grétars Ólafs Hjartarsonar og Scott Ramsey. Orri Freyr var í vörninni og Marko á miðjunni. Grindvíkingar voru baráttuglaðir til að byrja með en það dró af þeim þegar leið á hálfleikinn. Jafnræði var með liðunum framan af en Grindvíkingar komust yfir eftir 18. mínútur. Ingvar Kale gerði þá glórulaus mistök. Hann fékk boltann, virtist ætla að leggja boltann fyrir sig, hann reyndi að hreinsa en boltinn fór í Ondo sem var einn gegn varnarmanni og markinu, Ingvar virtist fara í hann og skot Ondo var lélegt. Víti var hinsvegar dæmt og Ingvar fékk gult spjald, en ekki rautt sem hefði ef til vill verið eðlilegt þar sem hann var einn gegn markinu. Ondo skoraði örugglega úr vítinu. En aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu Blikar sem voru byrjaðir að spila betur. Arnór Sveinn var einn utan á kanti, hann þrumaði inn í teig og boltinn hafnaði í samskeytunum fjær þaðan sem hann fór í stöngina hinu megin og inn. Ótrúlegt mark hjá Arnóri. Blikar voru ekki hættir, þeir ógnuðu sífellt og fengu horn og aukaspyrnur á álitlegum stöðum. Eftir eitt hornið barst boltinn til Alfreðs Finnbogasonar sem skaut undir Rúnar í markinu og kom Blikum yfir. Rúnar sá þó við Alfreð skömmu síðar þegar hann slapp einn í gegn. Staðan 2-1 í hálfleik, sanngjörn staða. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel, líkt og þann fyrri. Jósef skaut boltanum í slánna, stöngina og út, í sömu sókn varði Ingvar vel skot frá Mark og eftir hornið skapaðist enn hætta. En Blikar sóttu aftur í sig veðrið og réðu öllu á vellinum. Sóknir þeirra voru margar hættulegar, Kristinn skaut framhjá úr dauðafæri, Guðmundur átti skalla beint á Rúnar og Andri gat gert betur nánast einn í gegn. Blikar hefðu betur nýtt færin sín. Grindvíkingar náðu að jafna eftir samvinnu varamannanna Loic Ondo og Páls Guðmundssonar. Sá síðarnefndi setti boltann í markið eftir að Loic sendi inn í, bróðir hans Gilles missti af boltanum en Páll skoraði fínt mark. Eftir þetta var leikurinn fremur jafn, Blikar þó ávallt meira með boltann en Grindvíkingar virtust ætla að sækja hratt og verjast vel. Blikar fengu nokkur færi en var refsað fyrir að nýta þau ekki. Gilles tryggði Grindvíkingum fyrsta sigurinn í sumar þegar hann komst einn gegn Ingvari eftir varnarmistök Elfars og skoraði fimm mínútum fyrir leikslok. Frábær sigur gestanna í fyrsta leik Ólafs Arnar með liðið. Blikum var refsað fyrir að nýta ekki færin sín og því fór sem fór.Breiðablik – Grindavík 2-3 0-1 Gilles Mbang Ondo (18.) 1-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson (23.) 2-1 Alfreð Finnbogason (32.) 2-2 Páll Guðmundsson (75.) 2-3 Gilles Ondo (85.)Áhorfendur: 761.Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. (6).Tölfræði leiksins: Skot (á mark): 11-12 (7-6).Varin skot: Ingvar 2 – Rúnar 5.Horn: 7-3.Aukaspyrnur fengnar: 16-11.Rangstöður: 2-2.Breiðablik 4-3-3: Ingvar Þór Kale 4 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7 Elfar Freyr Helgason 4 Kári Ársælsson 5 (90. Olgeir Sigurgeirsson -) Kristinn Jónsson 5 Guðmundur Kristjánsson 6 Jökull Elísabetarson 5 Kristinn Steindórsson 4 Alfreð Finnbogason 6 Andri Rafn Yeoman 4 (87. Finnur Orri Margeirsson -) Guðmundur Pétursson 4 (76. Haukur Baldvinsson -)Grindavík 4-5-1 Rúnar Dór Daníelsson 6 Ray Anthony Jónsson 5 Auðun Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Jósef Kristinn Jósefsson 6 (68. Páll Guðmundsson 6) Jóhann Helgi Aðalgeirsson 4 (74. Luc Mbang Ondo -) Marko Valdimar Stefánsson 5 Matthías Örn Friðriksson 5 Alexander Magnússon 5 Óli Baldur Bjarnason 4Gilles Mbang Ondo 7* ML
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira