Enski boltinn

Richardson: Ég er bakvörður

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bakvörðurinn Richardson.
Bakvörðurinn Richardson.

Kieran Richardson hefur skrifað undir nýjan samning við Sunderland. Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hyggst nota hann sem vinstri bakvörð á komandi tímabili en síðustu ár hefur Richardson verið að leika framar á vellinum.

„Ég er tilbúinn í bakvörðinn. Vonandi geri ég góða hluti fyrir félagið í þeirri stöðu. Ég mun spila þarna á þessu tímabili og æfi sem bakvörður," sagði Richardson en nýr samningur hans er til þriggja ára.

Bruce hefur oft sagt að besta staða Richardson sé vinstri bakvörðurinn. „Það kom ekkert annað til greina en að skrifa undir nýjan samning. Sunderland er frábært félag með frábæran knattspyrnustjóra, frábæran stjórnarformann og frábæra stuðningsmenn. Af hverju ætti maður að vilja fara?" sagði Richardson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×