Enski boltinn

Vill nýjan samning við hinn 39 ára gamla Brad Friedel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brad Friedel.
Brad Friedel. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, vonast til þess að sannfæra bandaríska markvörðinn Brad Friedel að framlengja samning sinn við félagið en núverandi samningur Friedel rennur út í vor.

Brad Friedel er 39 ára gamall og hefur verið hjá Aston Villa síðan að hann kom þangað frá Blackburn árið 2008.

„Ég vil pottþétt gera nýjan samning við hann. Hann er að spila vel þessa dagana," sagði Gerard Houllier. Friedel hefur varið 38 skot, haldið þrisvar marki sínu hreinu og fengið á sig 13 mörk í fyrstu 9 leikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Brad Friedel lék á sínum tíma 82 landsleiki fyrir Bandaríkin en hann lék með Columbus Crew, Galatasaray og Bröndby áður en hann kom til Englands árið 1997.

Friedel kom fyrst til Liverpool þar sem hann var í þrjú tímabil áður en hann fór til Blackburn. Friedel spilað 287 leiki fyrir Blackburn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×