Enski boltinn

Pacheco: Ég vil sýna Roy að ég sé nógu góður fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Pacheco í leiknum á móti Rabotnicki.
Dani Pacheco í leiknum á móti Rabotnicki. Mynd/AFP
Spænski unglingalandsliðsmaðurinn Dani Pacheco ætlar ekki að gefa upp vonina um að vinna sér fast sæti í aðallliði Liverpool. Pacheco varð markakóngur á EM 19 ára á dögunum og spilaði allar 90 mínúturnar þegar Liverpool vann FC Rabotnicki í síðustu viku.

„Ég vil virkilega standa mig hjá Liverpool," sagði Dani Pacheco í viðtal við Liverpool Echo. „Ég er búinn að vinna vel til þess að fá þetta tækifæri og vonandi get ég sannað mig fyrir stjóranum," sagði Pacheco.

„Ég var rosalega ánægður með að fá að byrja á móti Rabotnicki og að fá að spila allar 90 mínúturnar," sagði Pacheco sem hefur upp á síðkastið verið orðaður við spænsku liðin Real Sociedad og Malaga.

„Ég veit að menn hafa verið að ræða framtíð mína en ég vil vera hér áfram því þetta er stór klúbbur og ég vil láta þetta ganga upp hér. Ég er kominn á þann aldur að ég þarf að fá að spila. Ég vil sýna Roy að ég sé nógu góður fyrir Liverpool og það er ekkert annað sem kemst að núna," sagði Pacheco.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×