Býr til myndrænar óperur 30. september 2010 12:15 kraftur Hrafnhildur hrífst af kraftinum í iðrum jarðar og nýtur þess að vinna á gráa svæðinu milli listgreinanna. Hér er hún við uppsetningu eins verka sinna á Liverpool-tvíæringnum.fréttablaðið/kjartan Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir sýnir verk sín á Liverpool-tvíæringnum, einni stærstu myndlistarhátíð Vestur-Evrópu. Undanfarið hefur hún unnið mikið með hár og eld, sem eru ráðandi í innsetningu hennar í Bítlaborginni. „Ég hafði heyrt mjög mikið um þessa virtu hátíð og var því mjög ánægð þegar mér var boðið að vera með. Ég setti til að mynda upp einkasýningu í London á síðasta ári og þar á bæ þótti fólki mikið til þess koma að ég tæki þátt í Liverpool-tvíæringnum," segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona, sem einnig gengur undir nafninu Shoplifter, en þessa dagana sýnir hún verk sín á einni stærstu nútímalistahátíð í Vestur-Evrópu. Innsetning Hrafnhildar er til húsa í Novas-center menningarsetrinu, en þar sýna listamenn frá löndum á borð við Palestínu og Litháen verk sín, auk þess sem öll Norðurlöndin eiga sína fulltrúa á hátíðinni í svokölluðum Norðurlandaskála. List Hrafnhildar verður til sýnis fram í desember og á þeim tíma munu fjöldamargir listunnendur leggja leið sína í húsið, enda hátíðin afar vinsæl víða um heim. Hrafnhildur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og flutti árið eftir til New York, þar sem hún stundaði mastersnám í myndlist og hefur alið manninn síðan. „Ég er mjög lánsöm því þar er ég með vinnustofu og hef getað sinnt listinni og sýnt mjög mikið. Bæði hef ég verið með einkasýningar víða um heim og einnig tekið þátt í samstarfsverkefnum og fleiru, svo það er alltaf nóg að gera. Svo vann ég líka hárskúlptúr sem Björk Guðmundsdóttir var með á umslagi plötu sinnar Medúlla, sem var mjög skemmtilegt," segir Hrafnhildur. Eiginmaður Hrafnhildar er pólskur og eiga þau tvö börn. „Við förum til Íslands og Póllands á sumrin og þetta er mikið ævintýri." Að undanförnu hefur Hrafnhildur unnið mikið með eld og hár, sem eru ráðandi í innsetningu hennar á tvíæringnum. „Ég reyni eftir fremsta megni að búa til hádramatísk verk sem má í raun líkja við óperur," segir listakonan. „Það er erfitt að líkja eftir eldi, en ég nýti ljósmyndir af glóð og eldi sem ég tók í Póllandi og prenta svo á gagnsæjan pappír og klippi til að ná þessum krafti úr iðrum jarðar sem ég hrífst mikið af," segir Hrafnhildur, en hún kannar einnig list- og myndræna möguleika hárs í verkum sínum og notar til þess bæði mannshár og gervihár. „Ég nýt þess að vinna á gráu svæði og fara yfir mörk listgreinanna," segir Hrafnhildur. kjartan@frettabladid.is Lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir sýnir verk sín á Liverpool-tvíæringnum, einni stærstu myndlistarhátíð Vestur-Evrópu. Undanfarið hefur hún unnið mikið með hár og eld, sem eru ráðandi í innsetningu hennar í Bítlaborginni. „Ég hafði heyrt mjög mikið um þessa virtu hátíð og var því mjög ánægð þegar mér var boðið að vera með. Ég setti til að mynda upp einkasýningu í London á síðasta ári og þar á bæ þótti fólki mikið til þess koma að ég tæki þátt í Liverpool-tvíæringnum," segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona, sem einnig gengur undir nafninu Shoplifter, en þessa dagana sýnir hún verk sín á einni stærstu nútímalistahátíð í Vestur-Evrópu. Innsetning Hrafnhildar er til húsa í Novas-center menningarsetrinu, en þar sýna listamenn frá löndum á borð við Palestínu og Litháen verk sín, auk þess sem öll Norðurlöndin eiga sína fulltrúa á hátíðinni í svokölluðum Norðurlandaskála. List Hrafnhildar verður til sýnis fram í desember og á þeim tíma munu fjöldamargir listunnendur leggja leið sína í húsið, enda hátíðin afar vinsæl víða um heim. Hrafnhildur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og flutti árið eftir til New York, þar sem hún stundaði mastersnám í myndlist og hefur alið manninn síðan. „Ég er mjög lánsöm því þar er ég með vinnustofu og hef getað sinnt listinni og sýnt mjög mikið. Bæði hef ég verið með einkasýningar víða um heim og einnig tekið þátt í samstarfsverkefnum og fleiru, svo það er alltaf nóg að gera. Svo vann ég líka hárskúlptúr sem Björk Guðmundsdóttir var með á umslagi plötu sinnar Medúlla, sem var mjög skemmtilegt," segir Hrafnhildur. Eiginmaður Hrafnhildar er pólskur og eiga þau tvö börn. „Við förum til Íslands og Póllands á sumrin og þetta er mikið ævintýri." Að undanförnu hefur Hrafnhildur unnið mikið með eld og hár, sem eru ráðandi í innsetningu hennar á tvíæringnum. „Ég reyni eftir fremsta megni að búa til hádramatísk verk sem má í raun líkja við óperur," segir listakonan. „Það er erfitt að líkja eftir eldi, en ég nýti ljósmyndir af glóð og eldi sem ég tók í Póllandi og prenta svo á gagnsæjan pappír og klippi til að ná þessum krafti úr iðrum jarðar sem ég hrífst mikið af," segir Hrafnhildur, en hún kannar einnig list- og myndræna möguleika hárs í verkum sínum og notar til þess bæði mannshár og gervihár. „Ég nýt þess að vinna á gráu svæði og fara yfir mörk listgreinanna," segir Hrafnhildur. kjartan@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira