Enski boltinn

Barry: Styðjum allir Capello

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Leikmenn enska landsliðsins styðja þjálfarann Fabio Capello heilshugar. Þetta segir miðjumaðurinn Gareth Barry.

Framundan er fyrsti leikur undankeppni EM 2012, gegn Búlgörum á föstudaginn.

Capello var harðlega gagnrýndur eftir vonbrigðin á HM í sumar. The Sun kallaði Capello svo hálfvita.

Barry segir að liðið standi saman. "Allir styðja stjórann heilshugar. Ég trúi því staðfastlega að við getum náð frábærum árangri, hann er rétti maðurinn til þess," sagði Barry.

Hann segist ekki finna fyrir miklum breytingum hjá Capello.

"Ég hef ekki tekið eftir neinu sem er öðruvísi. Hann vill enn að við spilum á háu tempói en allt liðið er frekar afslappað. Það verður ekki mjög mikið um breytingar."

"Við viljum bara ná úrslitunum sem við þurfum, það er nauðsynlegt til að gera fólkið ánægt," segir Barry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×