Enski boltinn

Javier Hernandez minnir Alex Ferguson á Solskjær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez skoraði í sínum fyrsta leik með United.
Javier Hernandez skoraði í sínum fyrsta leik með United. Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sér svolítinn Ole Gunnar Solskjær, í nýja leikmanni liðsins, Javier Hernandez sem hann keypti frá mexíkanska liðsinu Chivas í byrjun sumars.

„Hann er góður leikmaður og minnir mig á Solskjær. Allir leikmennirnir í liðinu hafa talað um hversu góður hann er að klára færin," sagði Sir Alex Ferguson við express.co.uk.

Ole Gunnar Solskjær skoraði 91 mark fyrir Manchester United á árunum 1996 til 2007 og mörg þeirra eftir að hafa komið með góða innkomu af bekknum. Það kæmi ekki á óvart að Hernandez yrði oft í hlutverki "Super-sub" á Old Trafford á komandi tímabili.

Javier Hernandez hefur samt alla burði til að vera meira en einhver ofur-varamaður, það sýndi hann á HM í Suður-Afríku og það hefur hann sýnt með því að skora 21 mark í 28 leikjum með Chiavas á síðustu leiktíð og 9 mörk í 16 leikjum með landsliði Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×