Enski boltinn

Lim ætlar að gera nýtt tilboð í Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Baráttunni um yfirráð hjá Liverpool er ekki lokið að því er BBC greinir frá í dag. Singapúrinn Peter Lim, sem átti næstbesta tilboð í félagið um daginn, er ekki búinn að gefast upp og ætlar að gera enn hærra tilboð í enska félagið fái hann tækifæri til þess.

Lengi vel var talið að Lim myndi eignast félagið og voru viðræður langt komnar um yfirtöku hans á félaginu.

Hann er sagður hafa verið mjög hissa er það kom í ljós að tilboði New England Sports Ventures hefði verið tekið.

Lim er til í að endurgreiða þær 200 milljónir punda sem félagið skuldar Royal Bank of Scotland.

Það sem meira er að þá ætlaði hann að greiða upp skuldir með eigið fé og ekki stóð til að fá peninga lánaða fyrir kaupunum á félaginu en NESV mun líklega gera það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×