Íslenski boltinn

Albert: Vorum óheppnir í dag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Albert Brynjar Ingason skoraði sitt sjöunda mark í Pepsi-deildinni þetta sumarið þegar Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Hauka á Vodafone-vellinum. Allt stefndi í að mark Alberts myndi duga til sigurs þegar Haukar jöfnuðu í uppbótartíma.

„Þetta er helvíti svekkjandi. Við bara hættum að sækja. Þeir voru samt ekki að skapa sér neitt en skoruðu þetta grísamark. Þetta hefur bara verið svona í sumar," sagði Albert sem segir að varnarleikur liðsins þurfi að batna.

„Við vorum óheppnir í dag að mínu mati. Við verðum að fara að halda hreinu. Við erum alveg að skora og værum með mun fleiri stig ef vörnin væri eins og hún var í fyrra."

„Það sést ekkert á æfingum og í klefanum að þetta slæma gengi sé að hafa einhver áhrif á okkur. Við erum að rífa okkur upp, við þurfum bara smá heppni með þessu. Þegar liði gengur illa vantar alltaf smá sjálfstraust en við erum mjög jákvæðir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×