Fótbolti

Fyrrum landsliðsþjálfari Tógó maðurinn á bak við plat-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Plat-landslið Tógó sem spilaði í Barein.
Plat-landslið Tógó sem spilaði í Barein. Mynd/AFP

Knattspyrnusamband Tógó segir Tchanile Bana, fyrrum landsliðsþjálfara hjá Tógó, vera manninn á bak við plat-landsliðið sem mætti til Barein á dögunum og spilaði landsleik við heimamenn.

Landslið Tógó var skipað leikmönnum sem Tchanile Bana hafði safnað saman hingað og þaðan en liðið tapaði leiknum 3-0.

Heimamenn Barein sögðu leikmennina hafa verið í litlu formi og það kom fljótlega í ljós að þar væri ekki hið raunverulega landslið Tógó á ferðinni.

Tchanile Bana þjálfari Tógó 2000 og 2004. Hann var dæmdur í þriggja ára bann en hafði áður verið dæmdur í tveggja ára bann fyrir að fara með leikmenn til Egyptalands án leyfis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×