Enski boltinn

Liverpool selt í sumar - Stórstjörnurnar ekki á förum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Broughton með Roy Hodgson í dag.
Broughton með Roy Hodgson í dag. AFP
"Við þurfum ekki peningana og þeir eru ekki til sölu," segir stjórnarformaður Liverpool um Steven Gerrard, Fernando Torres og Javier Mascherano. Hann segir líka að sala á klúbbnum sé líkleg til að ganga í gegn strax í sumar.

Broughton, sem er gallharður stuðningsmaður Chelsea, segir að fyrsta umferð kauptilboða í félagið muni eiga sér stað um miðjan júlí. Félagið hafi í raun ekki verið opið fyrir tilboð enn sem komið er.

"Það hafa ekki komið inn nein tilboð og á þessu stigi bjóst ég heldur ekki við því. Það eru margir áhugasamir aðilar um félagið en við erum ekki með neina eina dagsetningu til að klára málið," sagði Broughton.

"Við erum vongóðir um að salan geti gengið í gegn fyrir lok sumarsins," sagði hann jafnframt en það gæti opnað fyrir frekari leikmannakaup strax í sumar.

Hann segir einnig að eigendur klúbbsins, hinir óvinsælu George Gillett og Tom Hicks, geti einfaldlega ekki komið í veg fyrir söluna. "Ég hef lesið um að þeir vilji ákveðna upphæð fyrir félagið, en hún er ekki til," sagði Broughton en upphæðin er 800 milljónir punda, sem flestir telja alltof hátt markaðsvirði fyrir félagið.

"Félagið verður selt þeim sem hefur áhuga og við munum selja besta bjóðandanum, ekki endilega þeim sem býður hæst. Þetta snýst ekki bara um peninga, þetta snýst um framtíð leikvangsins okkar, liðsins og allan heildarpakkann. Þegar við höfum farið í gegnum öll tilboðin, fær besti kandíatinn félagið," sagði Broughton.


Tengdar fréttir

Hodgson: Ég er afar stoltur

Roy Hodgson segir að það hefði ekki verið hægt að hafna Liverpool og að hann sé afar stoltur yfir því að fá að starfa fyrir félagið.

Ráðning Hodgson staðfest

Liverpool staðfesti í dag að Roy Hodgson hafi verið ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri liðsins. Hann tekur við starfinu af Rafael Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×