Enski boltinn

Gerrard ánægður með ráðningu Hodgson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard fagnar marki í leik með Liverpool.
Steven Gerrard fagnar marki í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Steven Gerrard hefur lýst ánægju sínu með að Roy Hodgson hafi verið ráðinn knattspyrnustjóri Liverpool.

Tilkynnt var í morgun að Hodgson hefði skrifað undir þriggja ára samning við Liverpool en hann hafði verið orðaður við stöðuna undanfarnar vikur.

Gerrard er fyrirliði Liverpool sem áttu slæmu gengi að fagna á síðustu leiktíð en það varð til þess að Rafa Benitez hætti hjá félaginu.

„Það var gott skref fyrir félagið að ráða Roy Hodgson," sagði Gerrard á heimasíðu Liverpool. „Rafa fór fyrir nokkrum vikum og ég veit að félagið vildi taka sér tíma til að finna rétta manninn í hans stað."

„Roy býr yfir mikilli reynslu og ég tel að hann sé rétti maðurinn fyrir Liverpool. Þetta hefur verið biðarinnar virði og ég er viss um að hann bíður spenntur eftir því að hefjast handa og byrja að skipuleggja næsta tímabil."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×