Enski boltinn

Ráðning Hodgson staðfest

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, nýr knattspyrnustjóri Liverpool.
Roy Hodgson, nýr knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool staðfesti í dag að Roy Hodgson hafi verið ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri liðsins. Hann tekur við starfinu af Rafael Benitez.

Fréttir af þessu bárust í fyrrakvöld en nú hefur félagið staðfest að Hodgson skrifaði undir þriggja ára samning. Hann er átjándi knattspyrnustjórinn í sögu Liverpool.

Hodgson á langan feril að baki en hann er 62 ára gamall. Hann var síðast þjálfari Fulham þar sem hann náði góðum árangri en hann hefur áður þjálfað Inter á Ítalíu og landslið Sviss og Finnlands.

Undirbúningstímabil Liverpool hefst í dag og verður hann kynntur fyrir fjölmiðlum eftir að hann er búinn að stýra sinni fyrstu æfingu.

„Þetta er stærsta verkefni sem hægt er að taka sér hjá nokkru knattspyrnufélagi og mér er sannur heiður að fá að stýra sigursælasta félagi í sögu Bretlands," er haft eftir Hodgson á heimasíðu Liverpool. „Ég hlakka til að kynnast leikmönnum og stuðningsmönnum liðsins og hefjast handa á æfingasvæðinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×