Enski boltinn

Mun Guardiola taka við af Ferguson?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er enn mikið rætt og ritað um hver muni taka við af Sir Alex Ferguson er hann hættir loksins með Man. Utd. Ferguson hefur sjálfur ekki viljað gefa út hvenær hann hætti og mun þess vegna halda áfram með liðið á meðan hann hefur heilsu til.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum þá vill Ferguson að Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, taki við af sér.

Ferguson lýsti því yfir um daginn að arftaki sinn yrði að vera mjög reynslumikill og Guardiola er ekki reynslumikill þó svo hann hafi verið sigursæll.

Samband Guardiola við hinn nýja forseta Barca, Sandro Rosell, er sagt vera lélegt og því spá spænskir fjölmiðlar því að Guardiola hverfi á brott er samningur hans rennur út árið 2011.

Þrátt fyrir þessar fregnir eru enn flestir á því að José Mourinho muni taka við af Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×