Enski boltinn

Dawson úr leik í tvo mánuði

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Michael Dawson var heppinn að slíta ekki liðbönd.
Michael Dawson var heppinn að slíta ekki liðbönd. GettyImages
Enski miðvörðurinn Michael Dawson verður frá næstu sex til átta vikurnar eftir að hafa meiðst í leik Englands gegn Búlgaríu í gær. Hann tognaði á liðböndum og mun því missa af næstu leikjum Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Fabio Capello hefur ekki ákveðið hvaða varnarmann hann mun velja í stað Dawson en þeir Matthew Upson, Phil Jagielka og Gary Cahill þykja líklegir til að hreppa lausa sætið.

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, var að vonum ósáttur með að missa Dawson í meiðsli. „Það er leiðinlegt að þetta skuli gerast en þegar ég sá þetta gerast í beinni útsendingu þá hélt að ég að meiðslin yrðu verri. Sem betur fer þá sleit hann ekki liðbönd sem hefði þýtt að tímabilið væri búið hjá honum."

Meiðslin hjá Dawson þýða að William Gallas mun líklega fá sæti í byrjunarliði Tottenham því mikil meiðsli eru í öftustu varnarlínu hjá Lundúnarliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×