Íslenski boltinn

Arnar Gunnlaugsson með tvö mörk fyrir austan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Haukar og KA voru í eldlínunni um helgina. Haukar unni Fjarðabyggð en KA tapaði fyrir Fjölni. Úr leik síðasta sumar.
Haukar og KA voru í eldlínunni um helgina. Haukar unni Fjarðabyggð en KA tapaði fyrir Fjölni. Úr leik síðasta sumar.

Haukar gerðu góða ferð í Fjarðabyggðarhöllina og unnu 4-1 sigur á heimamönnum. Haukar eru sem kunnugt er nýliðar í Pepsi-deildinni á komandi tímabili.

Arnar Gunnlaugsson og Hilmar Emilsson sáu um markaskorun Hafnarfjarðarliðsins, gerðu tvö mörk hvor.

Tveir aðrir leikir eru í Lengjubikarnum í dag. Þór og Fylkir leika á Akureyri klukkan 17 og klukkan 18:15 eigast við Selfoss og FH í Kórnum. Í gær vann Fjölnir 2-0 sigur á KA.

Fjarðabyggð - Haukar 1-4

0-1 Arnar Gunnlaugsson

0-2 Hilmar Emilsson

0-3 Hilmar Emilsson

1-3 Fannar Árnason

1-4 Arnar Gunnlaugsson

Fjölnir - KA 2-0

1-0 Pétur Markan

2-0 Bjarni Gunnnarsson

Upplýsingar fengnar af fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×