Í gær var haldið Íslandsmeistaramót í fjölþraut í áhaldafimleikum. Keppt var í Laugabóli í Laugardalnum.
Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu og Viktor Kristmannsson, Gerplu hömpuðu titlunum Íslandsmeistarar 2010. Þetta er áttunda árið í röð sem Viktor vinnur titilinn.
Róbert Kristmannsson úr Gerplu vann silfur í karlaflokki en Dominiqua Belanyi úr Gróttu í kvennaflokki.