Enski boltinn

Eiður áfram hjá Tottenham næsta tímabil?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður fagnar marki gegn Fulham á dögunum.
Eiður fagnar marki gegn Fulham á dögunum.

Daily Mail greinir frá því að Eiður Smári Guðjohnsen sé með klásúlu í samningi sínum sem gefur Tottenham færi á að hafa hann á láni út næsta tímabil óski félagið þess.

Eiður er á lánssamningi hjá Tottenham frá franska liðinu Monaco. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur þegar gefið það út að hann vilji halda Eiði í sínum herbúðum.

Eiður hefur fundið sig vel í síðustu leikjum og segist vera hæstánægður með dvöl sína hjá Tottenham. „Ég saknaði Englands," segir Eiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×