Enski boltinn

Bellamy gæti lagt skóna á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bellamy er ekki að fá fimmur hjá Mancini þessa dagana.
Bellamy er ekki að fá fimmur hjá Mancini þessa dagana.

Craig Bellamy ætlar að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna fari svo að hann verði ekki valinn í 25 manna leikmannahóp Man. City fyrir tímabilið.

"Ég tel mig enn hafa mikið að gefa þessu liði. Ef ég kemst aftur á móti ekki í 25 manna hópinn þá veit ég ekki hvað ég geri. Ég gæti hreinlega hætt í fótbolta. Svo getur einnig vel farið svo að ég skoði aðra möguleika," sagði Bellamy sem mun spila sinn 59. landsleik fyrir Wales annað kvöld.

"Þetta er harður bransi og mér finnst það liggja í loftinu að ég verði ekki með í ár. Það er erfitt að sætta sig við það því mér líkar virkilega vel við að spila með liðinu. Ég tel mig hafa sýnt að ég sé til í að fórna mér fyrir félagið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×