Gunnleifur í fámennum hópi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2010 08:00 Fréttablaðið/Anton Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson átti mestan þátt í því að FH-ingar urðu í fyrrakvöld fyrsta liðið í tuttugu ár til að slá bikarmeistara í vítakeppni. Íslandsmeistarar FH unnu 3-1 sigur á bikarmeisturum Blika í vítaspyrnukeppninni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Gunnleifur komst þar með í góðan hóp með þeim Þorsteini Bjarnasyni, Sandor Matus og Amir Mehica en þetta eru einu markverðirnir í sögu aðalkeppni bikarkeppninnar sem hafa varið þrjú víti í einni vítakeppni. Tveir aðrir markmenn, Bjarki Guðmundsson og Ólafur Pétursson, hafa náð því að verja eitt víti í leiknum og tvö víti til viðbótar í vítakeppni. Gunnleifur Gunnleifsson varði þrjú víti í röð frá Blikum og bjargaði sóknarmönnunum Torgeir Motland og Atla Viðari Björnssyni sem höfðu klikkað á tveimur fyrstu vítum liðsins í vítakeppninni. Alfreð Finnbogason skoraði af öryggi úr fyrsta víti Blika en Gunnleifur varði síðan frá þeim Guðmundi Péturssyni, Jökli Elísabetarsyni og Kára Ársælssyni. „Ég er með tækni í vítum sem virkar stundum og stundum ekki," sagði Gunnleifur Gunnleifsson í viðtali á Vísi eftir leikinn. Gunnleifi tókst greinilega að taka leikmenn Blika á taugum með því að koma á móti þeim um leið og þeir stilltu boltanum upp á punktinn. Þorsteinn Bjarnason varð fyrsti markvörðurinn til að verja þrjú víti í sömu vítakeppni þegar hann hjálpaði Keflavík við að slá Selfoss út úr 16 liða úrslitum 1988. Selfyssingar skoruðu úr fyrstu spyrnu sinni, Þorsteinn varði næstu, sú þriðja fór framhjá og Þorsteinn varði síðan síðustu tvær spyrnurnar. Félagar Þorsteins í Keflavíkurliðið skoruðu aðeins úr tveimur vítum sjálfir og því réðust úrslitin ekki fyrr en í síðustu spyrnu þrátt fyrir hetjulega framgöngu Þorsteins. Sextán ár liðu þar til markverði tókst að verja þrjú víti aftur. KA-maðurinn Sandor Matus varði þá allar þrjár vítaspyrnur Eyjamanna í 8 liða úrslitum 2004. KA-liðið vann vítakeppnina 3-0. Síðastur á undan Gunnleifi til að verja þrjú víti var Haukamaðurinn Amir Mehica sem gerði það þegar C-deildarliðið Hauka sló út úrvalsdeildarlið Fram í 16 liða úrslitum 2007. Fram komst í 2-0 í vítakeppninni en Mehica tryggði sínum mönnum sigurinn með því að verja þrjú síðustu víti Framara. Tveir markmenn til viðbótar hafa náð því að verja tvö víti í vítakeppni eftir að hafa varið víti í leiknum sjálfum. Þetta eru Keflvíkingurinn Ólafur Pétursson sem gerði það í sigri á ÍBV í 16 liða úrslitum 1990 og Keflvíkingurinn Bjarki Guðmundsson sem afrekaði það í bikarúrslitaleiknum 1997 og tryggði sínum mönnum þar með bikarinn. Gunnleifur var hógvær í leikslok og talaði um heppni frekar en hetjudáð. Félagar hans úr liðið spöruðu hinsvegar ekki hrósið og átti hann það skilið enda ekki á hverjum degi sem markvörður ver þrjú víti í sömu vítakeppni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson átti mestan þátt í því að FH-ingar urðu í fyrrakvöld fyrsta liðið í tuttugu ár til að slá bikarmeistara í vítakeppni. Íslandsmeistarar FH unnu 3-1 sigur á bikarmeisturum Blika í vítaspyrnukeppninni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Gunnleifur komst þar með í góðan hóp með þeim Þorsteini Bjarnasyni, Sandor Matus og Amir Mehica en þetta eru einu markverðirnir í sögu aðalkeppni bikarkeppninnar sem hafa varið þrjú víti í einni vítakeppni. Tveir aðrir markmenn, Bjarki Guðmundsson og Ólafur Pétursson, hafa náð því að verja eitt víti í leiknum og tvö víti til viðbótar í vítakeppni. Gunnleifur Gunnleifsson varði þrjú víti í röð frá Blikum og bjargaði sóknarmönnunum Torgeir Motland og Atla Viðari Björnssyni sem höfðu klikkað á tveimur fyrstu vítum liðsins í vítakeppninni. Alfreð Finnbogason skoraði af öryggi úr fyrsta víti Blika en Gunnleifur varði síðan frá þeim Guðmundi Péturssyni, Jökli Elísabetarsyni og Kára Ársælssyni. „Ég er með tækni í vítum sem virkar stundum og stundum ekki," sagði Gunnleifur Gunnleifsson í viðtali á Vísi eftir leikinn. Gunnleifi tókst greinilega að taka leikmenn Blika á taugum með því að koma á móti þeim um leið og þeir stilltu boltanum upp á punktinn. Þorsteinn Bjarnason varð fyrsti markvörðurinn til að verja þrjú víti í sömu vítakeppni þegar hann hjálpaði Keflavík við að slá Selfoss út úr 16 liða úrslitum 1988. Selfyssingar skoruðu úr fyrstu spyrnu sinni, Þorsteinn varði næstu, sú þriðja fór framhjá og Þorsteinn varði síðan síðustu tvær spyrnurnar. Félagar Þorsteins í Keflavíkurliðið skoruðu aðeins úr tveimur vítum sjálfir og því réðust úrslitin ekki fyrr en í síðustu spyrnu þrátt fyrir hetjulega framgöngu Þorsteins. Sextán ár liðu þar til markverði tókst að verja þrjú víti aftur. KA-maðurinn Sandor Matus varði þá allar þrjár vítaspyrnur Eyjamanna í 8 liða úrslitum 2004. KA-liðið vann vítakeppnina 3-0. Síðastur á undan Gunnleifi til að verja þrjú víti var Haukamaðurinn Amir Mehica sem gerði það þegar C-deildarliðið Hauka sló út úrvalsdeildarlið Fram í 16 liða úrslitum 2007. Fram komst í 2-0 í vítakeppninni en Mehica tryggði sínum mönnum sigurinn með því að verja þrjú síðustu víti Framara. Tveir markmenn til viðbótar hafa náð því að verja tvö víti í vítakeppni eftir að hafa varið víti í leiknum sjálfum. Þetta eru Keflvíkingurinn Ólafur Pétursson sem gerði það í sigri á ÍBV í 16 liða úrslitum 1990 og Keflvíkingurinn Bjarki Guðmundsson sem afrekaði það í bikarúrslitaleiknum 1997 og tryggði sínum mönnum þar með bikarinn. Gunnleifur var hógvær í leikslok og talaði um heppni frekar en hetjudáð. Félagar hans úr liðið spöruðu hinsvegar ekki hrósið og átti hann það skilið enda ekki á hverjum degi sem markvörður ver þrjú víti í sömu vítakeppni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira