Gunnleifur í fámennum hópi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2010 08:00 Fréttablaðið/Anton Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson átti mestan þátt í því að FH-ingar urðu í fyrrakvöld fyrsta liðið í tuttugu ár til að slá bikarmeistara í vítakeppni. Íslandsmeistarar FH unnu 3-1 sigur á bikarmeisturum Blika í vítaspyrnukeppninni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Gunnleifur komst þar með í góðan hóp með þeim Þorsteini Bjarnasyni, Sandor Matus og Amir Mehica en þetta eru einu markverðirnir í sögu aðalkeppni bikarkeppninnar sem hafa varið þrjú víti í einni vítakeppni. Tveir aðrir markmenn, Bjarki Guðmundsson og Ólafur Pétursson, hafa náð því að verja eitt víti í leiknum og tvö víti til viðbótar í vítakeppni. Gunnleifur Gunnleifsson varði þrjú víti í röð frá Blikum og bjargaði sóknarmönnunum Torgeir Motland og Atla Viðari Björnssyni sem höfðu klikkað á tveimur fyrstu vítum liðsins í vítakeppninni. Alfreð Finnbogason skoraði af öryggi úr fyrsta víti Blika en Gunnleifur varði síðan frá þeim Guðmundi Péturssyni, Jökli Elísabetarsyni og Kára Ársælssyni. „Ég er með tækni í vítum sem virkar stundum og stundum ekki," sagði Gunnleifur Gunnleifsson í viðtali á Vísi eftir leikinn. Gunnleifi tókst greinilega að taka leikmenn Blika á taugum með því að koma á móti þeim um leið og þeir stilltu boltanum upp á punktinn. Þorsteinn Bjarnason varð fyrsti markvörðurinn til að verja þrjú víti í sömu vítakeppni þegar hann hjálpaði Keflavík við að slá Selfoss út úr 16 liða úrslitum 1988. Selfyssingar skoruðu úr fyrstu spyrnu sinni, Þorsteinn varði næstu, sú þriðja fór framhjá og Þorsteinn varði síðan síðustu tvær spyrnurnar. Félagar Þorsteins í Keflavíkurliðið skoruðu aðeins úr tveimur vítum sjálfir og því réðust úrslitin ekki fyrr en í síðustu spyrnu þrátt fyrir hetjulega framgöngu Þorsteins. Sextán ár liðu þar til markverði tókst að verja þrjú víti aftur. KA-maðurinn Sandor Matus varði þá allar þrjár vítaspyrnur Eyjamanna í 8 liða úrslitum 2004. KA-liðið vann vítakeppnina 3-0. Síðastur á undan Gunnleifi til að verja þrjú víti var Haukamaðurinn Amir Mehica sem gerði það þegar C-deildarliðið Hauka sló út úrvalsdeildarlið Fram í 16 liða úrslitum 2007. Fram komst í 2-0 í vítakeppninni en Mehica tryggði sínum mönnum sigurinn með því að verja þrjú síðustu víti Framara. Tveir markmenn til viðbótar hafa náð því að verja tvö víti í vítakeppni eftir að hafa varið víti í leiknum sjálfum. Þetta eru Keflvíkingurinn Ólafur Pétursson sem gerði það í sigri á ÍBV í 16 liða úrslitum 1990 og Keflvíkingurinn Bjarki Guðmundsson sem afrekaði það í bikarúrslitaleiknum 1997 og tryggði sínum mönnum þar með bikarinn. Gunnleifur var hógvær í leikslok og talaði um heppni frekar en hetjudáð. Félagar hans úr liðið spöruðu hinsvegar ekki hrósið og átti hann það skilið enda ekki á hverjum degi sem markvörður ver þrjú víti í sömu vítakeppni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson átti mestan þátt í því að FH-ingar urðu í fyrrakvöld fyrsta liðið í tuttugu ár til að slá bikarmeistara í vítakeppni. Íslandsmeistarar FH unnu 3-1 sigur á bikarmeisturum Blika í vítaspyrnukeppninni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Gunnleifur komst þar með í góðan hóp með þeim Þorsteini Bjarnasyni, Sandor Matus og Amir Mehica en þetta eru einu markverðirnir í sögu aðalkeppni bikarkeppninnar sem hafa varið þrjú víti í einni vítakeppni. Tveir aðrir markmenn, Bjarki Guðmundsson og Ólafur Pétursson, hafa náð því að verja eitt víti í leiknum og tvö víti til viðbótar í vítakeppni. Gunnleifur Gunnleifsson varði þrjú víti í röð frá Blikum og bjargaði sóknarmönnunum Torgeir Motland og Atla Viðari Björnssyni sem höfðu klikkað á tveimur fyrstu vítum liðsins í vítakeppninni. Alfreð Finnbogason skoraði af öryggi úr fyrsta víti Blika en Gunnleifur varði síðan frá þeim Guðmundi Péturssyni, Jökli Elísabetarsyni og Kára Ársælssyni. „Ég er með tækni í vítum sem virkar stundum og stundum ekki," sagði Gunnleifur Gunnleifsson í viðtali á Vísi eftir leikinn. Gunnleifi tókst greinilega að taka leikmenn Blika á taugum með því að koma á móti þeim um leið og þeir stilltu boltanum upp á punktinn. Þorsteinn Bjarnason varð fyrsti markvörðurinn til að verja þrjú víti í sömu vítakeppni þegar hann hjálpaði Keflavík við að slá Selfoss út úr 16 liða úrslitum 1988. Selfyssingar skoruðu úr fyrstu spyrnu sinni, Þorsteinn varði næstu, sú þriðja fór framhjá og Þorsteinn varði síðan síðustu tvær spyrnurnar. Félagar Þorsteins í Keflavíkurliðið skoruðu aðeins úr tveimur vítum sjálfir og því réðust úrslitin ekki fyrr en í síðustu spyrnu þrátt fyrir hetjulega framgöngu Þorsteins. Sextán ár liðu þar til markverði tókst að verja þrjú víti aftur. KA-maðurinn Sandor Matus varði þá allar þrjár vítaspyrnur Eyjamanna í 8 liða úrslitum 2004. KA-liðið vann vítakeppnina 3-0. Síðastur á undan Gunnleifi til að verja þrjú víti var Haukamaðurinn Amir Mehica sem gerði það þegar C-deildarliðið Hauka sló út úrvalsdeildarlið Fram í 16 liða úrslitum 2007. Fram komst í 2-0 í vítakeppninni en Mehica tryggði sínum mönnum sigurinn með því að verja þrjú síðustu víti Framara. Tveir markmenn til viðbótar hafa náð því að verja tvö víti í vítakeppni eftir að hafa varið víti í leiknum sjálfum. Þetta eru Keflvíkingurinn Ólafur Pétursson sem gerði það í sigri á ÍBV í 16 liða úrslitum 1990 og Keflvíkingurinn Bjarki Guðmundsson sem afrekaði það í bikarúrslitaleiknum 1997 og tryggði sínum mönnum þar með bikarinn. Gunnleifur var hógvær í leikslok og talaði um heppni frekar en hetjudáð. Félagar hans úr liðið spöruðu hinsvegar ekki hrósið og átti hann það skilið enda ekki á hverjum degi sem markvörður ver þrjú víti í sömu vítakeppni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann