Enski boltinn

Rafa Benítez: Bæði mörkin frá Torres voru góð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steven Gerrard átti flottan leik gegn Sunderland.
Steven Gerrard átti flottan leik gegn Sunderland.

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, gat ekki annað en glaðst yfir frammistöðu síns liðs gegn Sunderland. Liverpool vann 3-0 sigur og sýndi sóknartilþrif sem hafa ekki sést frá liðinu allt tímabilið.

„Við byrjuðum á mjög háu tempói í dag, spiluðum boltanum vel á milli okkar og skoruðum snemma sem hjálpar alltaf," sagði Benítez.

Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres skoraði tvö af mörkum Liverpool. „Fyrra markið er eitt af betri mörkum hans og hann sýndi í seinna markinu að þetta snýst um að gera rétta hluti á réttum tíma. Bæði mörkin voru góð að mínu mati," sagði Benítez.

Steve Bruce, stjóri Sunderland, var fús til að viðurkenna að hans menn höfðu verið yfirspilaðir. „Við vorum sigraðir af mun betra liði. Þeir byrjuðu stórkostlega og þegar Torres og Steven Gerrard eru í þessum ham er erfitt að spila gegn Liverpool," sagði Bruce.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×