Enski boltinn

Torres í byrjunarliði Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Nordic Photos / Getty Images

Fernando Torres er í byrjunarliði Liverpool sem mætir Everton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Torres hefur verið að jafna sig á meiðslum að undanförnu og er nú orðinn heill heilsu. Þeir Glen Johnson og Christian Poulsen eru hins vegar ekki í liði Liverpool í dag.

Í liði Everton eru nokkrir leikmenn meiddir, þeirra á meðal Marouane Fellaini sem meiddist í leik með belgíska landsliðinu í vikunni. Johnny Heitinga kemur inn í byrjunarlið Everton í hans stað.

Phil Jagielka hefur verið meiddur að undanförnu en hefur náð sér og er í liði Everton í dag.

Leikurinn hefst klukkan 12.30.

Byrjunarlið Everton: Howard, Neville, Jagielka, Distin, Baines, Coleman, Heitinga, Arteta, Osman, Cahill, Yakubu.

Varamenn: Mucha, Hibbert, Bilyaletdinov, Beckford, Gueye, Mustafi, Baxter.

Byrjunarlið Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Kyrgiakos, Konchesky, Gerrard, Lucas, Meireles, Cole, Maxi, Torres.

Varamenn: Jones, Aurelio, Jovanovic, Babel, Ngog, Spearing, Kelly.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×