Íslenski boltinn

Öruggt hjá FH gegn Selfossi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Björn Daníel skoraði fyrir FH í kvöld.
Björn Daníel skoraði fyrir FH í kvöld.

Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur á nýliðunum frá Selfossi í Kórnum í kvöld. FH-ingar eru enn taplausir í Lengjubikarnum.

Á Akureyri var hörkuleikur þegar Þór tók á móti Fylki í Boganum. Heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en úrvalsdeildarliðið náði að jafna og úrslitin 3-3.

Jóhann Þórhallsson skoraði síðasta markið gegn sínu fyrrum félagi í viðbótartíma.

Upplýsingar eru fengnar af fótbolti.net.

Selfoss - FH 0-3

0-1 Gunnar Már Guðmundsson (31.)

0-2 Björn Daníel Sverrisson (49.)

0-3 Ólafur Páll Snorrason (65.)

Þór - Fylkir 3-3

1-0 Sigurður Marinó Kristjánsson (2.)

2-0 Jóhann Helgi Hannesson (24.)

3-0 Atli Sigurjónsson (28.)

3-1 Albert Brynjar Ingason (56.)

3-2 Ingimundur Níels Óskarsson (78.)

3-3 Jóhann Þórhallsson (96.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×