Innlent

Óvissa um fjármögnun tefur

Fulltrúar AGS gagnvart Íslandi.
Fulltrúar AGS gagnvart Íslandi.

„Staða mála á Íslandi er nokkurn veginn óbreytt frá því sem verið hefur. Viðræður halda áfram," sagði Caroline Atkinson, forstöðumaður ytri samskipta hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) á reglubundnum upplýsingafundi í vikulokin.

Atkinson áréttaði að sem fyrr væri samkomulag um Icesave ekki skilyrði AGS fyrir því að haldið yrði áfram með efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS. „En við þurfum að fá staðfesta fjármögnun áætlunarinnar svo hún fái haldið áfram," sagði hún og kvað sjóðinn að sinni ekkert geta sagt um möguleg áhrif niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×